Að fullu steypt

Að fullu steypt Í gærdag var síðasti veggur Hótel Sigló steyptur og því allur rammi byggingarinnar tilbúinn. Það var Byggingafélagið Berg í samvinnu við

Fréttir

Að fullu steypt

Berg við störf
Berg við störf

Í gærdag var síðasti veggur Hótel Sigló steyptur og því allur rammi byggingarinnar tilbúinn. Það var Byggingafélagið Berg í samvinnu við Bás sem steypti síðasta vegginn en Tréverk frá Dalvík hefur þó séð um mest alla uppsteypunina fram að þessu. 

Vinnusvæði hótelsins mun nú breytast töluvert þar sem steypumót og ýmis verkfæri verða fjarlægð af svæðinu á næstu dögum og þá styttist í að hægt sé að fækka byggingakrönum. Er nú unnið að því að koma þaki á síðasta hluta byggingarinnar en miðja hússins er ekki svo einföld þegar kemur að samsetningu þaksins sem hefur fjölda kvista og ýmis horn sem þarf að fella saman innanhúss sem utan. 

Ráðgert er að þak verði komið á allt húsið í lok október og reiknað með að byggingin verði að mestu frágengin að utan í desember.

Síðasta steypan

Horft að veitingasal Hótel Sigló þar sem steypumót fara fljótlega að hverfa. 

Síðasta steypan

Steypubíll Bás og Bergarar í bakgrunni

Síðasta steypan

Búið að fylla á fyrir síðustu ferðina.

Síðasta steypan

Siggi bíður átektar fyrir neðan.

Síðasta steypan

Síðasti dropinn fer að smella.

Síðasta steypan

Séð út um svalarhurð einnar svítunnar sem vísar út yfir smábátahöfnina og veitingastaði Rauðku.


Athugasemdir

20.apríl 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst