Aðventa í Freyjulundi við Eyjafjörð og Alþýðuhúsinu á Siglufirði

Aðventa í Freyjulundi við Eyjafjörð og Alþýðuhúsinu á Siglufirði Eins og undanfarin 14 ár mun fjölskyldan í Freyjulundi við utanverðan Eyjafjörð,

Fréttir

Aðventa í Freyjulundi við Eyjafjörð og Alþýðuhúsinu á Siglufirði

Eins og undanfarin 14 ár mun fjölskyldan í Freyjulundi við utanverðan Eyjafjörð, Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, Jón Laxdal, Arnar Ómarsson og Brák Jónsdóttir, opna vinnustofur sínar og heimili um aðventuhelgar kl. 14.00 – 18.00 fyrir áhugasama og velunnara. Einnig verður opið á vinnustofu Aðalheiðar í Alþýðuhúsinu á Siglufirði í miðri viku, og þar mun hún opna sýningu í Kompunni á litlum tréskúlptúrum, 1. des. kl. 16.00 – 20.00.

allasigga


Árlega lítur Jólakötturinn dagsins ljós í formi lítilla tréskúlptúra og hefur verið sendur í jólapökkum víða um heim. Líklegt er að kötturinn hafist við í Kötlufjalli við Eyjafjörð, þar til hann gýtur í nóvember.

Jólakötturinn sem við þekkjum í dag á rætur sínar að rekja til þess tíma þegar kristnar þjóðir á meginlandi Evrópu trúðu ákaft á heilagan Nikulás, ekki síst Íslendingar. Hann var verndari barna og þann 6. desember ár hvert var einhver klæddur upp í líki hans og látinn dreifa gjöfum eins og arftaki hans jólasveinninn gerir í dag. Samkvæmt sögunum ferðaðist heilagur Nikulás um með púka í bandi sem skemmti fólki með kúnstum og uppátækjum. Sá hlekkjaði púki var eflaust tákn um vald kirkjunnar yfir hinu illa og tók á sig margar myndir, þar á meðal geithafur sem þekkist annars staðar á norðurlöndunum og svartur köttur í Hollandi og Þýskalandi. Margt bendir til að Jólaköttur okkar Íslendinga sé af sama stofni. Eftir siðaskiptin blönduðust og breyttust jólasiðir og heilagur Nikulás var aðskilinn frá púkanum, en báðir lifa góðu lífi enn í dag undir nýjum nöfnum. 

allasigga

Fyrr á öldum voru íslensk börn hrædd með sögum um Jólaköttinn og var þá talað um að fara í jólaköttinn. Sú skelfilega skepna át þau börn (og jafnvel fullorðna) sem ekki fengu nýja flík fyrir jólin, eða tók í það minnsta jólarefinn þeirra eins og segir í Þjóðsögum Jóns Árnasonar. Jólarefurinn var það sem hver heimilismaður fékk úthlutað fyrir jólin, klæði og kjöt, og hugsanlegt var að kötturinn léti sér það nægja. Í harðindum og matarskorti kepptust því allir við að vinna sem mest og best til að húsbóndanum þóknaðist að gefa einhverja leppa. 

 allasigga

Ýmis önnur smáverkverða til sýnis sem gætu ratað í jólapakkann eins og Frændfólkið, Freyjulundarnir og smákindurnar.  Verið velkomin að eiga  notalega stund í jólaamstrinu við kaffiveitingar og spjall.


Athugasemdir

18.apríl 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst