Alþjóðlega ofurtröllamótið í fjallaskíðum

Alþjóðlega ofurtröllamótið í fjallaskíðum Alþjóðlega Ofurtröllamótið, Super Troll Ski Race, verður haldið á Tröllaskaga á föstudaginn langa en þetta er

Fréttir

Alþjóðlega ofurtröllamótið í fjallaskíðum

Alþjóðlega Ofurtröllamótið, Super Troll Ski Race, verður haldið á Tröllaskaga á föstudaginn langa en þetta er fyrsta fjallaskíðamótið sem haldið er hérlendis.
 
Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg mun halda fyrsta fjallaskíðamót landsins föstudaginn langa, 18. apríl. Mótið hefst í Fljótum og verður gengið frá Heljartröð yfir Siglufjarðarskarð í átt að Illviðrishnjúki, meðfram skíðasvæðinu í Skarðsdal og niður til Siglufjarðar. Keppnisleiðin er krefjandi og því mikil ögrun fyrir þátttakendur.
 
Keppt verður í karla- og kvennaflokki. Þau sem sigra fá í verðlaun þyrluskíðun í boði Eleven Experience og Orra Vigfússonar sem eru aðalbakhjarlar þessa móts.
„Ofurtröllamótið á Tröllaskaga verður alþjóðlegt og er tilgangur þess meðal annars að vekja athygli umheimsins á líkamsrækt í náttúrulegu umhverfi og vetraríþróttum á Tröllaskaga, hreinleika svæðisins svo og sjálfbærni í óspilltri náttúru. Loks er mótið haldið í fjáröflunarskyni fyrir Skíðafélag Siglufjarðar," segir í tilkynningu.

Athugasemdir

28.mars 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst