Bærinn að fyllast

Bærinn að fyllast Síldarævintýrið 2014 er hafið á fögrum ágústdegi. Fjöldi manns er í bænum, óteljandi dagskráliðir og uppákomur fyrir bæði fullorðna og

Fréttir

Bærinn að fyllast

Góðir gestir frá Grindavík
Góðir gestir frá Grindavík

Síldarævintýrið 2014 er hafið á fögrum ágústdegi. Fjöldi manns er í bænum og óteljandi dagskráliðir og uppákomur fyrir bæði fullorðna og börn.

Er þetta í 24. sinn sem blásið er til risaveislu hér á Siglufirði og taka heimamenn fagnandi á móti ættingjum, vinum og öllum þeim sem fagna með okkur. Síldarævintýri 2014. Dagskrá 1. - 4. ágúst.

Sérstaklega ánægjulegt var að Aðalbakarí opnaði nýtt rými í dag (gamla Aðalbúðin) þar sem er hið glæsilegasta bakarí, kaffihús og veitingastaður. Virkilega skemmtileg viðbót við alla þá þjónustuflóru sem bærinn hefur upp á að bjóða.


Birgir Mar Guðfinnson, formaður Sjómanna og Vélstjórafélags Grindavíkur
er að sjálfsögðu mættur.

Einnig var opnuð málverkasýning Atla Tómassonar í Bláa húsinu (Rauðku) í dag og verður hún opin um helgina frá 15:00-17:30. Öll verk á sýningunni eru til sölu.


Áhugaveð málverk Atla Tómassonar. Sýning í Blá húsinu (Rauðku)

Nú ætla veðurguðirnir að vera okkur hliðhollir í ár og spáir góðu verði sem gerir gott betra. Það ætti að fara vel um alla í bænum þar sem fjöldi veitingahúsa hefur komið upp aðstöðu utanhúss svo gestirnir geti notið  góða veðursins.


Veitingar, fagurt útsýni og ljúft mannlíf við Torgið


Stórglæsilegt Aðalbakarí


Fallega hannað Aðalbakarí í húsi með sál og skemmtilega sögu


Látið fara vel um sig fyrir framan Allann


Kristján Sigurðsson kom frá Bandaríkjunum til að njóta helgarinnar með okkur


Hamingjustund á Siglunesi Guesthouse


Tjaldstæðið í miðbænum óðum að fyllast ásamt öðrum grænum blettum hingað og þangað í bænum

Nú tekur við fjölbreytt kvöldskemmtun og gleði alla helgina.
Góða skemmtun.

Myndir og texti: Kristín Sigurjónsdóttir


Athugasemdir

20.apríl 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst