Flugeldasala Björgunarsveitanna

Flugeldasala Björgunarsveitanna Eins og líklega allir vita er flugeldasala Landsbjargar og þar með björgunarsveita út um allt land farin af stað. Á

Fréttir

Flugeldasala Björgunarsveitanna

Eins og líklega allir vita er flugeldasala Landsbjargar og þar með björgunarsveita út um allt land farin af stað. 

 Á samfélagsmiðlunum hefur maður orðið frekar mikið var við það að verið sé að ræða flugeldasöluna og við hvern skal versla. Hvort versla eigi við einka aðlia eða Björgunarsveitirnar og sitt sýnist hverjum eins og gefur að skilja. Þannig er nú einfaldlega mál með vexti að sala flugelda er leyfileg öðrum en björgunarsveitum og því er lítið hægt að agnúast út í einkaaðila sem stunda verslunarrekstur með flugelda. Þetta er jú leyfilegt og löglegt. 

  Í okkar björgunarsveit, ég segi okkar því hún er jú mín og okkar allra hvort sem þú ert sjálfur í sveitinni eður ei, því þeir sem eru í björgunarsveitinni mun gera allt fyrir þig ef þú eða þínir þurfa aðstoð. Það eina sem við viljum í laun er jú að hjálpa fólki og ef vel tekst til eru það jú okkar(ykkar) laun. 

 Flugeldasala björgunarsveitanna er stærsta tekjuöflun sveitanna og flest allir sem í sveitunum eru leggja sitt af mörkum við sölu, sýningar og annað sem til fellur til við þessa tekjuöflun. Ég hef séð harðorð skrif á samfélagsmiðlum til þeirra sem versla ekki af björgunarsveitunum og svo öfugt og báðar hliðar eru skiljanlegar þó svo mér finnist persónulega að fólk ætti oft að vanda orðaval sitt ögn betur í sumum tilfellum.   

Einhverjir horfa einungis í aurinn skiljanlega(við þurfum jú sífellt sjálf í björgunarsveitunum að gera það og skiljum við það líklega manna bezt) og segja að það sé ódýrara að versla annars staðar en af björgunarsveitunum. Ég get ekki dæmt það, hef ekki borið það saman og mun að öllum líkindum ekki gera það. En ég held að ég geti talað fyrir munn allra hjá björgunarsveitunum að við munum ekki spyrja þig eða einhvern sem þú þekkir hvar þú keyptir flugeldana um síðustu áramót ef þú þarft okkar aðstoð. 

 Við munum ekki segja nei við nennum bara hreinlega ekki út í þetta veður þegar þakið hjá þér eða nágranna þínum er að fjúka af. Við slökkvum ekki á sms-inu sem við fáum þegar fjölskyldan þín er föst í bíl á snjóflóðasvæði og þarf aðstoð. Við höllum okkur ekki aftur í sófanum og fylgjumst með fréttum af því þegar verið er að leyta að einhverjum sem týnist. Við erum jú oftast á staðnum að leita að þeim týnda þegar þú horfir á fréttirnar.  Við einfaldlega reynum alveg eins og við getum að hjálpa. En við hins vegar getum ekki lofað þér því að við höfum efni á olíu á bílana, vélsleðana, bátana o.sv.fr. og viðhaldið á tækjum og tækjakostur sé í fullkomnu lagi ef kroppað er of mikið í okkar helstu tekjulindir. Þegar öllu er á botninn hvolft eru það að sjálfsögðu ég og þú sem ákvarðið það hversu vel björgunarsveitirnar geta unnið sitt starf með því að styðja við bakið á okkur öllum, og við bakið á þér. Ykkar er valið.

Annars verður þetta ekki mikið lengra hjá mér og við hjá Björgunarsveitinni Strákum þökkum þeim sem versluðu af okkur flugelda eða styrktu okkur á einhvern annan hátt alveg undursamlega vel fyrir stuðninginn á árinu sem er að líða. Með von um að nýja árið verði ánægjulegt bæði hjá þeim sem versluðu flugelda af björgunarsveitunum og einnig þeim sem versluðu flugelda af einkaaðilum og farið sérstaklega varlega um áramótin.

Áramótakveðja,

Jón Hrólfur Baldursson

Björgunarsveitinni Strákum Siglufirði


Athugasemdir

24.apríl 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst