Framsóknarfélagið í Fjallabyggð

Framsóknarfélagið í Fjallabyggð Framsóknarfélagið í Fjallabyggð harmar þær fregnir sem berast frá Menntamálaráðuneytinu er varða boðaðan samruna

Fréttir

Framsóknarfélagið í Fjallabyggð

Framsóknarfélagið í Fjallabyggð harmar þær fregnir sem berast frá Menntamálaráðuneytinu er varða boðaðan samruna Menntaskólans á Tröllaskaga við Menntaskólann á Akureyri og Menntaskólann á Húsavík.

MTR hefur með tilkomu sinni verið mikil lyftistöng í Fjallabyggð sem og á Tröllaskaganum öllum. Mikil fjölbreytni hefur verið í námsframboði skólans og hefur skólinn undanfarin ár verið þéttsetinn nemendum og hefur fjöldi nemenda farið vaxandi á undanförnum árum, skólinn hefur auðveldað einstaklingum á öllum aldri á svæðinu að ljúka námi, það hlýtur að sýna okkur það að skólinn stendur svo sannarlega undir þeim væntingum sem til hans eru gerðar hvað varðar gæði náms og fjölbreytni.
Starfsbraut hefur verið starfandi við skólann og þar verið unnið frábært starf.

Við teljum að fyrirhugaðar breytingar Menntamálaráðuneytisins geti haft í för með sér að þær geti orðið ógn við starfsemi skólans, sem í dag er til mikillar fyrirmyndar, geti orðið til þess að menntunarstig í sveitarfélaginu lækki og þar með leitt til þess að stuðla að fólksfækkun á svæðinu.

Framsóknarfélagið í Fjallabyggð skorar hér með á Menntamálaráðherra að falla frá þeirri hugmynd að sameina MTR öðrum framhaldsskólum og reyna að leita annarra leiða við að finna þær úrbætur sem hann telur þörf á í málefnum framhaldsskólanna og leyfa þar með MTR að halda þeirri sérstöðu sem hann er búinn að skapa sér.

 

Framsóknarfélag Fjallabyggðar


Athugasemdir

24.apríl 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst