Gamlir Siglfirðingar gefa út disk

Gamlir Siglfirðingar gefa út disk Róbert og Guðmundur, hverjir eru það? Það eru tveir brottfluttir Siglfirðingar, Róbert Óttarsson og Guðmundur

Fréttir

Gamlir Siglfirðingar gefa út disk

Róbert og Guðmundur, hverjir eru það?
Það eru tveir brottfluttir Siglfirðingar, Róbert Óttarsson og Guðmundur Ragnarsson, sem búa á Króknum. Þeir eru að gefa út nýjan geisladisk sem ber heitið Orð. Þar syngur Róbert ellefu lög sem Guðmundur hefur samið. Textar á diskinum eru eftir ýmsa höfunda.

Hafið þið starfað lengi saman?
Í nokkur ár af og til í smáverkefnum. Síðustu tvö árin í 'Manstu gamla daga' sem hefur verið sett upp árlega á Sauðárkróki og stundum verið farið með á Siglufjörð.

Af hverju ákváðuð þið að gefa út geisladisk?
Róbert: Ég var búinn að heyra nokkur lög sem Guðmundur hafði samið og m.a. sungið eitt fyrir hann í Dægurlagakeppni kvenfélagsins á Sauðárkróki. Mér fannst þetta mjög heillandi lög og þegar maður hefur einu sinni meðtekið þau þá verða þau ekki leiðigjörn. Ég setti því suð- og tuðvélina í gang og hætti ekki fyrr en hann féllst á að fara í þessa útgáfu með mér.
Guðmundur: Mér finnst Róbert mjög góður söngvari og röddin í honum passar einhvern vegin við þessi lög þannig að ég sló til.

Var verkefnið skemmtilegt?
Guðmundur: Mjög svo. Allt einu einu er þetta ekki skemmtilegt einkamál lengur því almannaálit er ekkert grín að eiga við. Það var því ekki annað að gera en að byrja og hafa trú á verkefninu. Við fengum Fúsa Ben upptökumann og gítarleikara á Króknum með okkur ásamt fleiri góðum og afurðin er sem sagt þessi diskur. Við erum alla vega nokkuð ánægðir með útkomuna og nokkrir hafa haft samband og lýst yfir ánægju með diskinn. Það er alltaf gaman.

Hvað stendur til á Siglufirði hjá ykkur?
Það verða útgáfutónleikar á Kaffi Rauðku laugardagskvöldið 11. október og hefjast þeir kl. 21:30. Þeir  eru reyndar auglýstir kl. 21:00 en þeim hefur verið frestað um hálftíma. Það er þá bara hægt að spjalla svolítið á undan. Diskurinn verður svo auðvitað til sölu á tónleikunum. Það kostar 1.000 kr inn og allir velkomnir.


Athugasemdir

25.apríl 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst