Björn Valur niðurlægir sjálfan sig - enn og aftur

Björn Valur niðurlægir sjálfan sig - enn og aftur Björn Valur Gíslason, þingmaður VG og sérstakur skósveinn Steingríms J., hefur alveg sérstakt lag á að

Fréttir

Björn Valur niðurlægir sjálfan sig - enn og aftur

Axel Jóhann Axelsson
Axel Jóhann Axelsson
Björn Valur Gíslason, þingmaður VG og sérstakur skósveinn Steingríms J., hefur alveg sérstakt lag á að gera lítið úr sjálfum sér og opinbera sitt innra eðli, sem lýsir sér í ótrúlegum hortugheitum og skítaustri yfir allt og alla sem honum mislíkar eitthvað við eða eru á annarri skoðun en hann sjálfur.

Nú virðist hann telja sig niðurlægja ÓRG með því að neita að mæta við innsetningu hans í embætti forseta og lætur eins og Alþingi og forsetaembættið eigi að vera algerlega aðskilin hvort frá öðru og að í raun sé um hálfgert valdastríð að ræða á milli embættanna.

Ekki þurfa allir að vera sammála eða sáttir við kjör ÓRG í embættið, né að hann hafi boðið sig fram í fimmta sinn, en niðurstaða kosninganna er lýðræðisleg og í þeim kosningum eins og öðrum er það vilji meirihlutans sem virða ber.

Björn Valur niðurlægir sjálfan sig enn einu sinni með framkomu sinni, sem segir allt sem segja þarf um hann sjálfan, en skiptir engu fyrir Ólaf Ragnar eða lýðræðið í landinu.


mbl.is „Þar verð ég ekki“

Athugasemdir

28.mars 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst