Skömm Þórs Saari mun lengi lifa

Skömm Þórs Saari mun lengi lifa Þór Saari eys svívirðingum í allar áttir um þá þingmenn sem greiddu atkvæði gegn tillögu pólitískra ofstækisseggja á

Fréttir

Skömm Þórs Saari mun lengi lifa

Axel Jóhann Axelsson
Axel Jóhann Axelsson
Þór Saari eys svívirðingum í allar áttir um þá þingmenn sem greiddu atkvæði gegn tillögu pólitískra ofstækisseggja á Alþingi um frávísun á þingsályktunartillögu Björns Bjarnasonar um niðurfellingu Landsdómsákærunnar á hendur Geir H. Haarde.

Þór nafngreinir nokkra þingmenn sérstaklega og segir að skömm þeirra muni lifa um aldur og ævi vegna þess að þeir greiddu atkvæði samkvæmt samvisku sinni og vildu ekki setja það fordæmi að tillögum væri vísað frá eingöngu til að losna við óþægilegar umræður á Alþingi.

Ekki er ljóst hvort þessir umræddu þingmenn, sem Þór Saari leyfir sér að atyrða á þennan hátt, munu greiða tillögu Bjarna atkvæði sitt þegar þar að kemur, en þeir hafa það þó fram yfir Þór Saari að virða tillögufrelsi einstakra þingmanna og rétt þeirra til að fá mál sín rædd og afgreidd efnislega á þinginu eftir rökræður og vandlega yfirferð í þingnefnd.

Þór Saari vildi hefta bæði tillögu- og málfrelsi þingmanna með málflutningi sínum á þinginu við afgreiðslu þessa máls og mun skömm hans fyrir þá afstöðu og framkomu við umræðuna lengi lifa í huga þeirra er með því fylgdust.


mbl.is „Hafi þau skömm fyrir um aldur og ævi“

Athugasemdir

25.apríl 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst