Snjallsími um jólin

Snjallsími um jólin Fyrir ţá sem eru mikiđ á ferđalögum hefur nútíma tćkni í fjarkiptum breytt miklu. Ţannig erum viđ međ snjallsíma í beltinu sem auk

Fréttir

Snjallsími um jólin

Snjallsími
Snjallsími

Fyrir þá sem eru mikið á ferðalögum hefur nútíma tækni í fjarkiptum breytt miklu.

Þannig erum við með snjallsíma í beltinu sem auk þess að nota sem hefðbundinn síma tekurðu á móti tölvupósti,hlustar á ríkisútvarpið og horfir á íslenska sjónvarpið í þessu undra tæki. Jafnvel þó að þú sért staddur í fjarlægu landi.

 

Við verðum háð snjallsímanum. Það var því mikill missir þegar nýja Iphone 5 símanum mínum var stolið á flugvellinum í Zagreb í Króatíu seinnipart októbert sl.

Símaskráin mín, minnisbókin og tölvupóstarnir. Mikilvæg gögn en ekki ómissandi. Mér var bent á að gangsetja forritið “Find my Iphone” í gegnum tölvu og stilla það þannig að gögnin myndu eyðast af símanum ef að kveikt yrði á honum. Snjallsíminn var glataður en ég vildi síður að þjófurinn gæti grúskað í gögnunum mínum.

Nokkrum dögum síðar barst mér tölvupóstur þar sem tilkynnt var að kveikt hefði verið á símanum nærri “Varaždinska 10360 Sesvete” fyrir utan Zagreb.

Ég æstist allur upp og hringdi í félaga minn í Króatíu og vildi fá hann til að “sækja” símann minn. Þessi ágæti vinur taldi það fráleitt. Hann ætlaði ekki að leggja sig í hættu við að bjarga einum síma. Ég fór því að ráði hans og reyndi að gleyma stóra snjallsíma málinu.

Það var því óvænt símtalið sem ég fékk í dag þann 23. desember. Liggjand útaf í makindum að hlusta á jólakveðjurnar í útvarpinu saddur eftir ljúffenga skötu á Hannes Boy Café.

Karlmannsrödd í símanum spurði mig á bjagaðri ensku hvort að ég hefði týnt Iphone símanum mínum nýlega. Ég sagði það vera. Símanum hefði verið stolið í Zagreb. Ég er með símann þinn en get ekki notað hann þar sem að þú læstir honum í gegnum “Find my iphone” sagði röddin í símanum. Það er leitt að heyra sagði ég við svekktan manninn. Viltu þá ekki bara skila mér símanum þar sem honum var stolið af mér spurði ég vingjarnlega. Nei það var ekki hugmyndin var svarað. Ég ætlaði að gera þér tilboð. Ég er tilbúinn að borga þér 50 evrur ef að þú opnar fyrir “Find my Iphone” læsinguna. Ég get borgað í gegnum Pay Pal. En það verður að gerast í dag.  Að sjálfsögðu reyndi ég áfram að semja um snjallsímann,enda rúmlega hundrað þúsund króna tæki. Ég bauðst því til að kaupa hann fyrir 100 evrur. Maðurinn brást illa við og sagði þetta væri sitt eina tilboð og ég yrði að svara strax. Þegar ég ætlaði að ræða málið eitthvað frekar og spyrja hvort að gamli snjallsíminn minn væri jólagjöf til konunnar hans sleit viðmælandinn símtalinu.

Eftir sit ég með samviskubit. Var ég að koma í veg fyrir að fátækur maður í Króatíu gæti gefið sinni heittelskuðu drauma jólagjöfina og þar með eyðilagt stemminguna á því heimili. Ég vona ekki.

Mér þykir verst að hafa ekki náð að óska manninum gleðilegra jóla og segja honum frá slæmri veðurspá hjá okkur á Sigló yfir hátíðarnar.

 

Gleðilegra jól lesendur góðir.

 

Róbert Guðfinnsson


Athugasemdir

20.apríl 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörđur
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgiđ okkur á Facebook eđa Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst