Ánægjuleg heimsókn

Ánægjuleg heimsókn Það var tignarleg skúta sem sigldi inn Siglufjörð í dag. Nítján metra tvímastrað fley sem lagðist við bryggju um hádegið til að bíða

Fréttir

Ánægjuleg heimsókn

Bör við bryggju á Siglufirði
Bör við bryggju á Siglufirði

Það var tignarleg skúta sem sigldi inn Siglufjörð í dag. Nítján metra tvímastrað fley sem lagðist við bryggju um hádegið til að bíða af sér brælu. Þegar lægir liggur leiðin síðan til nýrra heimkynna á Ísafirði. Það er hinn stórhuga ferðafrömuður Sigurður "Búbbi" Jónsson sem er nýr eigandi og skipstjóri skútunnar sem er Hollensk og var að mestu gerð út við Lofoten í Noregi. Búbbi sem er skipatæknifræðingur snéri sér að ferðamennsku fyrir nokkrum árum í heimabæ sínum Ísafirði.Fyrst festi Búbbi kaup á Auroru tæplega tuttugu metra skútu sem tekur tíu farþega. Gert er út aðalega yfir sumarið og flestar ferðir eru farnar í Jökulfirðina. Þá hafa ferðir yfir til Grænlands verið vinsælar. Með mikilli vinnu og hnitmiðaðri markaðsetningu eru allar ferðir uppbókaðar í sumar. Með nýju skútunni Bör rúmlega tvöfaldast afkastagetan en Bör tekur tólf farþega í kojur."Flestir gestir okkar koma til landsins eingöngu til að fara í ferð með okkur, skúturnar eru þeirra áfangastaður segir ferðafrömuðurinn stoltur" Siglo.is óskar Búbba og áhöfnum hans farsældar í þeirra öfluga starfi.


Athugasemdir

18.apríl 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst