Fréttatilkynning – Ljótu hálfvitarnir um Verslunarmannahelgina

Fréttatilkynning – Ljótu hálfvitarnir um Verslunarmannahelgina Ljótu hálfvitarnir munu halda sig á og við Tröllaskagann um Verslunarmannahelgina og feta

Fréttir

Fréttatilkynning – Ljótu hálfvitarnir um Verslunarmannahelgina

Ljótu hálfvitarnir
Ljótu hálfvitarnir

Ljóta helgin!

Ljótu hálfvitarnir munu halda sig á og við Tröllaskagann um Verslunarmannahelgina og feta þar miskunnuglegar slóðir.

Þeir hafa bara einu sinni spilað á Siglufirði áður og aldrei á Kaffi Rauðku. Svo það ætla þeir að prófa á föstudagskvöldinu og hefja leik kl. 22. Kvöldið eftir ætla Hálfvitar síðan á einn af sínum helstu heimavöllum, Græna Hattinn á Akureyri, og byrja þar kl. 23.

Þeim sem eru vanir því að hinir Ljótu spili 2–3 kvöld í röð á þeim Græna er bent á að þetta eru stakir tónleikar. Mögulega einstakir. Það sama á auðvitað við um Siglótónleikana. Þetta er alltaf áhættuatriði, enda gengur fjöldi hljómsveitarmeðlima alls ekki upp í fjölda hljóðfæra og oftast ekki alveg ljóst hver muni spila á hvað. Eða spila hvað.

Allt endar þetta nú samt með því að allir hlæja og skemmta sér. Þannig eiga Verslunarmannahelgar líka að vera.

Forsölur á tónleikana eru hafnar, fyrir Siglókonsertinn á Kaffi Rauðku og hattsgiggið í Eymundsson í Hafnarstræti á Akureyri og á miði.is.

HÁLVITAR ERU MEIR EN TIL Í VIÐTÖL, SPILERÍ OG ANNAÐ SPRELL NÚNA FRAM AÐ HELGI.

NÁNARI UPPLÝSINGAR VEITA ÞORGEIR TRYGGVASON Í SÍMA 694 7749 OG ODDUR BJARNI ÞORKELSSON Í SÍMA 895 6782

 


Athugasemdir

19.apríl 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst