Opið verður yfir Siglufjarðarskarð í sumar

Opið verður yfir Siglufjarðarskarð í sumar Stofnað hefur verið nýtt þjónustufyrirtæki í Ólafsfirði af þeim Guðrúnu Guðmundsdóttur og Birni Sigurðssyni sem

Fréttir

Opið verður yfir Siglufjarðarskarð í sumar

Björn Sigurðsson bílstjóri
Björn Sigurðsson bílstjóri

Stofnað hefur verið nýtt þjónustufyrirtæki í Ólafsfirði af þeim Guðrúnu Guðmundsdóttur og Birni Sigurðssyni sem nefnist BogG Tours.

BogG Tours bíður upp á fjölbreytta þjónustu í akstri fyrir íbúa Fjallabyggðar og ferðamenn. Þau bjóða upp á hópferðabíla, leigubíl ásamt bíl til að þjónusta hreyfihamlaða sem tekur fjóra hjólastóla og uppkeyrslubraut.

Í dag hefur fyrirtækið tiltæka 18 manna M-Sprinter rútu og jeppling í leiguakstur.

Ásamt því að bjóða upp á almennan akstur mun BogG Tours bjóða upp á óvissuferðir fyrir smærri hópa, til að skreppa á tónleika, milli bæjarfélaga eða bara hvað sem hugurinn girnist. Framundan er að bjóða upp á ferðir á viðburði WinteR Games á Akureyri sem haldin verður innan tíðar.

Skemmtileg nýjung sem BogG Tours er að bjóða heimafólki og ferðamönnum upp á er dorgveiði á Tröllaskaga, ásamt því að hafa allan útbúnað tiltækan fyrir þessa vinsælu veiðimennsku.

Í sumar mun BogG Tours bjóða upp á langþráðar ferðir yfir Siglufjarðarskarð. Náðst hefur samningur við Fjallabyggð um að ryðja Skarðið eins fljótt og auðir er. Siglufjarðarskarð verður þó einungis fært fyrir sérútbúna fjallabíla eins og  BogG Tours mun bjóða uppá. Er þetta góð viðbót í þjónustu við þá gesti sem sækja okkur heim og að sjálfsögðu einnig fyrir heimafólk. Fyrirtækið mun að auki hafa tiltæka akstursþjónustu fyrir skemmtiferðaskipin sem koma til Siglufjarðar í sumar.

Framkvæmdarstjóri BogG tours er Guðrún Guðmundsdóttir og bílstjóri er Björn Sigurðsson. Hægt er að nálgast allar frekari upplýsingar hjá þeim í síma: 666 4040

Texti: Kristín Sigurjónsdóttir
Myndir: Kristín Sigurjónsdóttir og aðsend 


Athugasemdir

25.apríl 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst