Zúmba bylting

Zúmba bylting Er tíðindaritari átti leið hjá “Bláa-húsinu” hér á Sigló nú á dögunum barst honum til eyrna dynjandi suðræn mússík, hvatningarhróp, stapp,

Fréttir

Zúmba bylting

Zúmba
Zúmba

Er tíðindaritari átti leið hjá “Bláa-húsinu” hér á Sigló nú á dögunum barst honum til eyrna dynjandi suðræn mússík, hvatningarhróp, stapp, klapp og mikið fjör. Bara læti sko. Það var því ekki um annað að ræða en að skella sér inn og kanna hvað hér væri um að vera.

Þegar inn var komið blasti við föngulegur hópur kvenna á öllum aldri og stóðu þær fyrir öllu þessu fjöri. Gegnt þeim, uppá örlítilli upphækkun, stóð kona sem greinilega fór fyrir hópnum, gerði svona réttu sporin og hvatti hinar sem á móti henni horfðu, áfram.

Tíðindaritari náði tali af þessari drífandi konu sem fyrir þessu fór og spurði hvað hér væri um að vera. Var honum þá tjáð að hér væri saman kominn hópur kvenna í „Zúmba“ tíma. Sú er fyrir hópnum fór heitir Ingunn Margrét Hallgrímsdóttir og kemur frá Dalvík. Hefur hún verið að kenna Zúmba frá árinu 2012 og verið hér á Sigló með námskeið síðastliðna þrjá vetur. Það er í fyrsta skipti nú í vetur sem hún hefur bætt við námskeiðum í Tjarnarborg, Ólafsfirði. Sagði hún að það væri athyglisvert að það mættu þetta 20 – 30 manns í hvern tíma, Ólafsfirðingar kæmu einnig í tímana á Siglufirði og Siglfirðingar kæmu í tímana í Ólafsfirði. Það eru því kenndir tveir tímar á viku í Fjallabyggð, annar í austurbænum, þar sem fjörið er í Menningarhúsinu Tjarnarborg og hinn í vesturbænum, þar sem Bláa húsið er vettvangur fjörsins.

Segja má að Ingunn hafi gert dansinn að lífsviðurværi sínu, því áður en hún tókst á við zúmbað, þá gegndi hún starfi kennara í samkvæmisdönsum. Henni er því greinilega margt til lista lagt þegar kemur að dansinum.

Ingunn vildi meina að ekki einasta væri zúmbað hin besta hreyfing, heldur kæmi það hreinlega inn sem hið besta geðlyf. Maður verði bara svo glaður af því að dansa zúmba. Þetta snúist um að koma saman, hreyfa sig við skemmtilega mússík og fá hreinlega bara góða útrás í félagsskap með öðru fólki.

Það sem vakti þó athygli tíðindaritara var alger skortur á karlmönnum í salnum. Það má því eiginlega segja að í dag sé zúmbað undirlagt að „dans-drottningum“, eins og hljómsveitin „ABBA“ söng um hér í den. Ekki að það geri neitt til en Ingunn hafði samt orð á því við tíðindaritara að gaman yrði nú að sjá karlana mæta til leiks og sýna sig í suðrænni sveiflu. Zúmba væri nefnilega fyrir alla og gerði öllum gott.

Fyrir þá sem vilja afla sér frekari upplýsinga um þetta fína framtak og flottu hreyfingu þá er rétt að benda á að haldið er úti „face-book“ síðu sem heitir „Zumba á Sigló og Óló“, og þar er hægt að nálgast allar frekari upplýsingar.

Tíðindaritara fannst þetta svo skemmtilegt, að hann tók upp örstutt myndbrot af öllu fjörinu sem hann vill deila með ykkur og hægt er að sjá með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.

watch <------- Þessi hlekkur

Zúmba

Zúmba


Athugasemdir

25.apríl 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst