Húsnæði Egils Síldar hefur mikil áhrif á skipulag miðbæjar Siglufjarðar

Húsnæði Egils Síldar hefur mikil áhrif á skipulag miðbæjar Siglufjarðar Ekki telst vænlegur kostur að setja hringtorg í miðbæ Siglufjarðar en hugmyndir

Fréttir

Húsnæði Egils Síldar hefur mikil áhrif á skipulag miðbæjar Siglufjarðar

Edwin Roald
Edwin Roald

Ekki telst vænlegur kostur að setja hringtorg í miðbæ Siglufjarðar en hugmyndir Rauðkumanna um niðurrif húsnæðis Egils Síldar getur haft mikil áhrif á framtíðarskipulag svæðisins. Kom þetta fram í erindi Edwins Roald á opnum fundi í gær en fyrir hönd Rauðku ehf. hefur hann að undanförnu unnið tillögur í samvinnu við Ármann Viðar Sigurðsson, fyrir hönd Fjallabyggðar, af skipulagi miðbæjarsvæðisins og tangans. 

Edwin Roald hóf fyrsta erindið í fjarveru Ármanns Viðars Sigurðssonar, deildarstjóra Tæknideildar Fjallabyggðar. Fór hann þar yfir hugmyndir um breytt aðgengi að miðbæjarkjarnanum með nýjum gatnamótum og öðruvísi lögun þjóðvegarins gegnum bæinn. Þrjár tillögur voru þar sýndar en ennþá voru of miklar óvissur varðandi endanlegt skipulag svæðisins til þess að ráðast í frekari hönnun á því. Núverandi húsnæði Egils Síldar skiptir þar miklu máli og getur haft töluverð áhrif á lögun vegarinns eins og sjá má á myndunum hér að neðan en niðurrif þess mundi opna allt svæðið mikið betur.

Miðbæjartillögur

Í erindi Edwins kom fram að hringtorg væri ekki góður kostur enda tæki það allt of mikið pláss á svæðinu, hefði það ekki góð áhrif á ásýnd svæðisins og mundi þrengja það allt mikið frekar. Næsti kostur telst nokkuð vænlegur en kallar á töluverða breytingu upp með Suðurgötu þar sem mikinn bratta verður að vinna út þurfi að færa þessi gatnamót sunnar. Af þessu að dæma væri einfaldasta og kostnaðarminnsta leiðin að fjarjægja húsnæði Egils Síldar og breyta löguin vegarinns þar en við það helst Suðurgata allt að því óbreytt.


Athugasemdir

19.apríl 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst