Fjölgun á Siglufirði eftir Héðinsfjarðargöng

Fjölgun á Siglufirði eftir Héðinsfjarðargöng Athyglisverð grein Þórodds Bjarnasonar og Kjartans Ólafssonar um skammtímaáhrif Héðinsfjarðarganga gefur

Fréttir

Fjölgun á Siglufirði eftir Héðinsfjarðargöng

Kjartan og Þóroddur
Kjartan og Þóroddur

Athyglisverð grein Þórodds Bjarnasonar og Kjartans Ólafssonar um skammtímaáhrif Héðinsfjarðarganga gefur jákvæð áhrif á þróun fólksfjölda í Fjallabyggð. Þannig hefur dregið úr fólksfækkun á Ólafsfirði og sterkar vísbendingar um fjölguná Siglufirði en á vesturlöndum er ekki sjálfgefið að sú sé raunin með bættum samgöngum.

"Þóroddur Bjarnason prófessor og Kjartan Ólafsson lektor við Háskólann á Akureyri birtu grein í Þjóðfélaginu í síðustu viku um skammtímaáhrif Héðinsfjarðarganga á mannfjöldaþróun í Fjallabyggð.

Helstu niðurstöður hennar segja að eftir opnun Héðinsfjarðarganganna hefur dregið úr fólksfækkun í Ólafsfirði og sterkar visbendingar eru um fólksfjölgun á Siglufirði. Flutningsjöfnuður hefur batnað til muna og konum á barneignaraldri og börnum undir fimm ára aldri hefur fjölgað eftir göng. Jafnframt eru viðhorf unglinga og yngra fólks til áframhaldandi búsetu mun jákvæðari en fyrir göng. Langtímaáhrifin munu koma í ljós á næstu árum og áratugum.

Greinina í heild má lesa hér.

Rannsóknin er liður í stærri rannsókn á samfélagslegum áhrifum Héðinsfjarðarganga á mannlíf á norðanverðum Tröllaskaga.

Fjallað var um greinina í Fréttablaðinu í dag. Þar segir Þóroddur meðal annars: „Þessar niðurstöður eru talsvert jákvæðari en við bjuggumst við. Innlendar og erlendar rannsóknir hafa sýnt að samgöngubætur sem bæta lífskjör íbúanna umtalsvert leiða ekki alltaf til fólksfjölgunar. Samsetning mannfjöldans í Fjallabyggð var orðin afar óhagstæð eftir áratuga fólksfækkun og óvíst að ný tækifæri dygðu til að draga nægilega margt nýtt fólk til byggðarlagsins.“

„Jafnvel þótt jafnvægi næðist í fólksflutningum hefði hátt hlutfall eldri borgara og lágt hlutfall fólks á barneignaraldri að óbreyttu leitt til mikillar fólksfækkunar. Það hefur gengið eftir í Ólafsfirði en á Siglufirði hefur fækkun skráðra íbúa stöðvast og talsvert fleiri dvelja þar í raun en áður. Það skýrist að stórum hluta af aukinni byggðafestu fólks milli tvítugs og fertugs, sérstaklega meðal yngri kvenna,“ sagði Þóroddur".


Athugasemdir

25.apríl 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst