Ró­bert maður árs­ins

Ró­bert maður árs­ins Ró­bert Guðfinns­son, at­hafnamaður á Sigluf­irði, er maður árs­ins í at­vinnu­líf­inu á Íslandi árið 2014 að mati Frjálsr­ar

Fréttir

Ró­bert maður árs­ins

Róbert Guðfinnsson
Róbert Guðfinnsson

Ró­bert Guðfinns­son, at­hafnamaður á Sigluf­irði, er maður árs­ins í at­vinnu­líf­inu á Íslandi árið 2014 að mati Frjálsr­ar versl­un­ar. Hann hef­ur fjár­fest fyr­ir á fjórða millj­arð í heima­byggð sinni á Sigluf­irði í líf­tækni og ferðaþjón­ustu, að mestu fyr­ir eigið fé sem hann hef­ur flutt til lands­ins og er afrakst­ur af er­lendri starf­semi hans í sjáv­ar­út­vegi og fisk­eldi.

Hann fær viður­kenn­ing­una í veg­legu hófi sem Frjáls versl­un held­ur hon­um til heiðurs í dag á Radis­son Blu Hót­el Sögu, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

Fram kem­ur, að í mati sínu hafi dóm­nefnd­in lagt til grund­vall­ar stór­hug og fram­sækn­ar fjár­fest­ing­ar hans í sigl­firsku sam­fé­lagi sem tengj­ast fjár­fest­ing­ar­stefnu um sam­eig­in­leg verðmæti og sam­fé­lags­lega ábyrgð til góðs fyr­ir ís­lenskt sam­fé­lag, þekk­ingu og menn­ingu.

„Ró­bert fjár­fest­ir bæði í innviðum sigl­firsks sam­fé­lags sam­hliða einka­fjár­fest­ing­um sín­um – og styðja þær fjár­fest­ing­ar vel við hvor aðra. Það er fjár­fest­ing­ar­stefna sem kennd hef­ur verið við sam­eig­in­leg verðmæti í stjórn­un.

Mark­mið hans er að Siglu­fjörður verði með þá breidd í at­vinnu­lífi, mennt­un, þekk­ingu og bæj­ar­lífi sem geri kaupstaðinn eft­ir­sókn­ar­verðari fyr­ir aðra til að hefja þar starf­semi sem krefst þekk­ing­ar og mennt­un­ar – og dragi þannig til sín menntaða ein­stak­linga í aukn­um mæli.

Hann hef­ur fjár­fest í líf­tækni; bygg­ir nýja líf­tækni­verk­smiðju, auk þess sem hann hef­ur keypt gömlu SR-mjöls verk­smiðjurn­ar á Sigluf­irði und­ir þá starf­semi. Hann opn­ar nýtt hót­el á kom­andi sumri við smá­báta­höfn­ina. Hann rek­ur þegar tvo veit­ingastaði við hafn­ar­bakk­ann í göml­um hús­um sem hann gerði upp af mynd­ar­skap. Þá hef­ur hann lagt fé í bygg­ingu nýs golf­vall­ar og skíðasvæði bæj­ar­ins. Auk þess að snyrta til í kring­um smá­báta­höfn­ina og gert þar svæði, sem áður var mold­ar­svað, að bla­kvelli og mini­golf­velli,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Þetta er í 27 sinn sem Frjáls versl­un út­nefn­ir mann árs­ins í at­vinnu­líf­inu og eru þetta elstu viðskipta­verðlaun á Íslandi.

Til­gang­ur verðlaun­anna er að vekja at­hygli á því sem vel er gert í at­vinnu­lífi á Íslandi og hvetja með þeim hætti til auk­ins fram­taks í viðskipt­um og at­hafna­semi á meðal lands­manna.

www.mbl.is


Athugasemdir

25.apríl 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst