Sirkús Íslands

Sirkús Íslands Við verðum á Akureyri fram yfir verslunarmannahelgina. Okkur þætti vænt um hjálp við að deila þessari mynd ti Akureyrarfólks og

Fréttir

Sirkús Íslands

Við verðum á Akureyri fram yfir verslunarmannahelgina. Okkur þætti vænt um hjálp við að deila þessari mynd ti Akureyrarfólks og nærsveitarmanna. Miðasalan er opin alla daga frá 11-17 og fram að sýningum sýningardaga. Símarnir í miðasölu eru 6593377 og 6593388. 
Miðvikudagur, 30. júlí: 14:00 S.I.R.K.U.S. og 18:00 Heima er best
Fimmtudagur, 31. júlí: 14:00 S.I.R.K.U.S. og 18:00 Heima er best
Föstudagur, 1. ágúst: 13:00 S.I.R.K.U.S., 18:00 Heima er best og 22:00Skinnsemi - Fullorðinssirkús.
Laugardagur, 2. ágúst: 11:00 S.I.R.K.U.S., 14:00 Heima er best og 19:00 Skinnsemi - Fullorðinssirkus.
Sunnudagur, 3. ágúst: 11:00 S.I.R.K.U.S. og 14:00 Heima er best.

 
Sýningin Heima er best:

Hefur þig einhvern tíma dreymt að þú gætir flogið?
Getum við raunverulega sigrast á þyngdaraflinu?
Hvað er í raun hægt að gera við æfingarbolta?

Heima er best er alíslensk sirkusskemmtun þar sem öll fjölskyldan nýtur þess að horfa á ótrúlega leikni listamanna Sirkuss Íslands. Grippl, húlla, loftfimleikar, einhjólalistir og svo margt fleira er sett saman svo úr verður sannkölluð sirkusupplifun. Öll tónlistin sem notast er við í sýningunni er íslensk svo útkoman er heimaræktaður íslenskur sirkus af bestu gerð.

Heima er best er fjórða og stærsta fjölskyldusýning Sirkuss Íslands og sú fyrsta sem sniðin er fyrir og sett upp í alvöru sirkustjaldi.

Skinnsemi fullorðinssirkus

Sirkus Íslands hefur lengi sett upp vinsælar fjölskyldusýningar en vorið 2011 ákvað sirkusinn að prófa að skemmta fullorðnu fólki eingöngu.

Það gekk svo vel að nú eru haldin regluleg fullorðinssirkuskvöld sem kallast Skinnsemi – því þar er oft sýnt svo mikið skinn.


Sýningin er kabarettsýning með sirkusívafi – þar sem lagt er upp úr fullorðinshúmor.
Fyrirmyndin eru burlesque og vaudeville-sýningar annars og þriðja áratugarins, en formið var endurvakið á tíunda áratugnum í Bandaríkjunum.

Sirkusinn leggur sig fram að smíða ný atriði fyrir hverja sýningu.
Meðal þess sem boðið hefur verið upp á er rekkjubragðakennsla, búðingamagadans, flóttalistir, jóðl, blöðrustripp, húllaatriði, brúðuleikhús og skuggaleikur.
Að auki hafa nokkur Íslandsmet verið sett – eins og að losa brjóstahaldara blindandi á einni mínútu. Metið er núna 5 stykki. Sjón er sögu ríkari – sjáumst á næstu Skinnsemi.


Athugasemdir

19.apríl 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst