Útivistaparadísin í Hólsdal tilbúin árið 2016

Útivistaparadísin í Hólsdal tilbúin árið 2016 Stefnt er á að hinn sérstæði og stórglæsilegi golfvöllur sem nú er unnið í að standsetja í Hólsdal muni opna

Fréttir

Útivistaparadísin í Hólsdal tilbúin árið 2016

Náman hefur tekið iklum breytingum. Mynd ER
Náman hefur tekið iklum breytingum. Mynd ER

Stefnt er á að hinn sérstæði og stórglæsilegi golfvöllur sem nú er unnið í að standsetja í Hólsdal muni opna árið 2016 og verður þar með tilbúin glæsileg útivistaparadís í Hólsdal. Kom þetta fram í erindi golfvallahönnuðarins Edwin Roalds sem einnig er verkefnisstjóri framkvæmdarinnar.

Edwin leiddi gesti fundarins „Horft til framtíðar“ gegnum framgang mála í framkvæmdum við golfvöllinn í Hólsdal og þeim framúrstefnulegu hugmyndum sem þar er unnið út frá í uppbyggingunni. Framkvæmdin við golfvöllin er svo mikið meira en það og hefur hugmyndin ávalt verið sú að byggja upp útivistasvæðið sem þjónustað getur fleiri en golfáhugamenn svæðisins. Þannig eru reið- og gönguleiðir skipulagðar á svæðinu og einn af merkari hlutum verkefnisins er að endurgera að hluta til Hólsá og Leyningsá með áherslu á að bæta svæðið fyrir veiðimenn.

Útivistaparadís

Upphaflega stóð til að golfvöllurinn yrði tekinn í notkun árið 2015 en vegna sérlega lakra skilyrða til framkvæmda á fyrsta ári framkvæmdanna er ljóst að opnun svæðisins mun tefjast um eitt ár. Einnig hefur verið ákveðið að bæta æfingasvæði við framkvæmdina sem vísa mun til austurs frá vallarhúsinu sem jákvætt hefur verið tekið í að reisa í tengslum við verkefnið.

Edwin sagði í lokin að mikilvægt sé að golfvöllurinn sé þannig uppbyggður að hann nýtist sem flestum bæði þeim sem eru að byrja sem og þeim sem lengra eru komnir. Þannig geta bæði heimamenn sem og ferðalangar stundað völlinn enda mun hann strax skapa sér nokkra sérstöðu meðal íslenskra golfvalla.

Útivistaparadís

Miklar breytingar hafa orðið á námusvæðinu og nýtur sín þar stórglæsileg grjóthleðsla í dag sem brýtur upp ánna.

Útivistaparadís


Athugasemdir

29.mars 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst