Að bíða eftir flóðbylgju.

Að bíða eftir flóðbylgju. Við hjónin erum í frii á draumastaðnum Hawaii. Tilefnið er þrjátíu ára brúðkaupsafmælið okkar og smávægilegur afmælisdagur minn

Fréttir

Að bíða eftir flóðbylgju.

Kyrrahafið
Kyrrahafið
Við hjónin erum í frii á draumastaðnum Hawaii. Tilefnið er þrjátíu ára brúðkaupsafmælið okkar og smávægilegur afmælisdagur minn Síðustu dagar hafa verið yndislegir. Hawaii er áfangastaður sem okkur flest dreymir um. Fallegar strendur og gott loftslag. 
Ekki áttum við von á fréttunum sem við fengum í kvöld. Jarðskjálfti upp á 8,8 á Richter, flóðbylgja við Japan.  Við höfðum komið seint heim eftir ferðalag um Honolulu og nágrenni.
Skruppum á hótel barinn til að fá okkur létta máltíð fyrir nóttina. Rétt þegar þjóninn hafði afgreitt bjórinn tilkynnti hann okkur að nú yrði hann að loka. Enginn matur yrði framleiddur.  Von væri á flóðbylgju.  Í næsta sæti sat ungur maður sem stöðugt var að fikta við iphone símann sinn. Ungi maðurinn sagðist vera frá Colorado og væri líffræðingur. Hann væri hér við vinnu við að mæla áhrif hlýnunar jarðar á yfirborð sjávar.  Upplýsingar úr síma hans sögðu að við ættum von á flóðbylgju sem gæti skollið á Honolulu um 3:21 að staðartíma. Sírenur vældu af miklum krafti. Ef að flóðbylgjan skellur a Hawaii þá hefur hún ferðast 3.150 mílur.
Flestir gestir á hóteli okkar eru frá Japan og USA. Það liðu ekki margar mínútur þar til þeir yfirgáfu okkur og  forðuðu sér upp á efri hæðirnar á hótelinu.
Þar sem ekki var matur framleiddur  á hótel barnum og við svöng eftir skemmtilegt ferðalag dagsins þá voru góð ráð dýr. Ekki gátum við gengið hungruð til náðar með flóðbylgju yfirvofandi.
Hinumeginn við götuna hjá fína hótelinu okkar er hafnarkrá. Þar safnast samann eigendur báta sem liggja í skemmtibáta höfninni hér fyrir framan. Ekki ein af þessum flottu höfnum með dýrum snekkjum. Einfalt líferni  í ódýrum bátum.
Þar fengum við góða máltíð í rólegu umhverfi. Yfirvegum þeirra sem þarna voru var ótrúleg. “Við höfum gert okkar besta og bíðum og sjáum til hvað gerist” var svarið þegar við spurðum hvort að ekki væti ráð að forða sér til fjalla.
Á okkar hóteli er öllum vísað á hæðir fyrir ofan þriðju hæð.  Mikið og vel útfært skipulag er hér í gangi. Þegar þetta er skrifað eru um tveir og hálfur tími þar til  ætluð flóðbylgja skellur á Honolulu. Eitthvað heyrist mér að fjölmiðlar séu að draga úr áhættunni. Þrátt fyrir það þá eru menn við öllu búnir. Vonandi fer þetta allt vel hér á okkar slóðum. Við hugsum öll til þeirra sem verst hafa orðið úti í Japan.

Honolulu mars 11 2011 kl 045:00

Róbert Guðfinnsson



Athugasemdir

25.apríl 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst