Góður skíðadagur í Skarðsdal

Góður skíðadagur í Skarðsdal Sunnundaginn 18. janúar var mikið um að vera á skíðasvæðinu í Skarðsdal. Egill og fjélagar voru búnir að útbúa leikjabraut,

Fréttir

Góður skíðadagur í Skarðsdal

Sunnundaginn 18. janúar var mikið um að vera á skíðasvæðinu í Skarðsdal.
 
Egill og fjélagar voru búnir að útbúa leikjabraut, bobb-braut, hólabraut, leikvöll og þotu og sleðabaut á svæðinu. Margt var um manninn og veðrið skemmdi ekki fyrir en það var logn, kalt og ljómandi gott færi. 
 
Ég skutlaði henni Ólöfu minni upp í Skarð og lofaði henni að renna sér nokkrar ferðir með eldri dóttur okkar. Ég beið hins vegar með yngri dóttur okkar í og við veitinga- og lyftuskúrinn hjá Agli þar sem við spjölluðum örstutt við þá sem voru að fara í lyftuna og skelltum okkur svo inn í kakó, Kit-Kat og samloku. Nú þar sem Egill bauð öllum upp á kakó og Kit-Kat í tilefni "World-snow-day" sem var einmitt þennan ágæta sunnudag fannst okkur yngri dóttur okkar Ólafar minnar alveg tilvalið að fá okkur bara 2 samlokur fyrst kakóið og desertinn var frír.
 
Eftir þessar dásemdar kakó-Kit-Kat uppákomu og samlokurnar 2 kíkkuðum við aftur út og smelltum nokkrum myndum af björgunarsveitamönnum í Fjallabyggð á snjóflóðaæfingu.
 
Semsagt dásamlegur dagur í Skarðinu og líklega líka hjá þeim sem voru að renna sér á skíðum. 
 
Hér koma svo nokkrar myndir sem við tókum í kakó-Kit-Kat-skíðaferðinni.
 
skarðiðEgill tekur vel á móti öllum sem koma í skarðið.
 
skarðiðHanna Sigga pósaði fyrir okkur.
 
skarðiðAgnes var að sjálfsögðu mætt í fjallið.
 
skarðiðTinna Hjaltadóttir og Dagný bíða eftir því að Sandra Finns komi með rjúkandi kakó og Kit-kat.
 
skarðiðBergljót og Sverrir mætt á skíði með barnabarnið. 
 
skarðiðÓskar Þórðar.
 
skarðiðÞröstur Ingólfs og Nonni Salla.
 
skarðiðMark Duffield. Eða Döffi eins og ég kalla hann nú yfirleitt.
 
skarðiðAnna María.
 
skarðiðSiggi Ben var á björgunarsveitaæfingu.
 
skarðiðEllen Daðey og Hrólfur fengu sér aðalega bara kakó. Og samlokur.... og Kit-Kat.
 
skarðiðSteinar og Skúli.
 
skarðiðHannibal og Sigurjón voru á björgunarsveitaæfingu.
 
skarðiðSjöfn Ylfa og Sigurjón.
 
skarðiðÁsa Guðrún.
 
skarðiðBaldur Jörgen með alpagreina- og sjóskíðamyndavélina á toppnum.
 
skarðiðTristan.
 
skarðiðEmma Hrólfdís með kakó.
 
skarðiðÓlöf og Ellen.
 
skarðiðSteini Bjarna og sonur hans, Janus.
 
skarðiðKata Freys, Guðrún Sif og Ása Árna.
 
skarðiðAníta Sara með vin sin.
 
skarðiðÞessa kappa hitti ég á Hóli þar sem þeir voru að vélsleðast. Sá grímuklæddi er Marteinn og sá hettuklæddi er Viðar. Synir Rutar Viðars og Alla Arnars.
 
 
 
 
 
 
 

Athugasemdir

29.mars 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst