Hingað eru allir velkomnir

Hingað eru allir velkomnir Sjálfsbjörg á Siglufirði var stofnað 9. júní 1958 og hefur starfað af krafti síðan. Í dag er aðal starfsemin í húseign

Fréttir

Hingað eru allir velkomnir

Sjálfsbjörg Siglufirði
Sjálfsbjörg Siglufirði

Sjálfsbjörg á Siglufirði var stofnað 9. júní 1958 og hefur starfað af krafti síðan. Í dag er aðal starfsemin í húseign félagsins að Lækjargötu 2, Siglufirði.

Í norðurenda hússins er starfsrækt vinnustofa þar sem allir eru velkomnir. Vinnustofa Sjálfsbjargar er opin alla virka daga frá kl. 13.00 - 16.00 og koma þangað einstaklingar til að föndra í keramik eða gleri fyrir sjálfan sig, aðrir koma með sitt föndur, prjóna eða hekludót. Síðan eru enn aðrir sem vinna í sjálfboðavinnu við að gera hin fegurstu listaverk sem síðan eru seld til styrktar Sjálfsbjörg, til að halda starfseminni úti eru þessir fallegu handgerðu munir seldir á opnunartíma.

Þær Hafdís Eyland Gísladóttir formaður Sjálfsbjargar, Björg Einarsdóttir, Kolbrún Símonardóttir og Sigurrós Sveinsdóttir sjá um allan daglegan rekstur vinnustofunnar af miklum myndarbrag. Sögðu þær að meðal annars væri orðið algengt að ferðafólk, jafnt íslendingar sem útlendingar komi inn úr dyrunum til að vinna fallega muni með þeim. Þess má einnig geta að þarna koma einnig börn og unglingar til að föndra og eru þau virkilega velkomin. Daglega mæta um 10 -15 manns.

Það eina sem þarf til að koma og vinna sér fallega muni er að drífa sig með góða skapið, annað sjá þessar dugnaðarkonur um. Til sölu á staðnum eru óunnir keramikmunir, innifalið er í verðinu eru allir litir og brennsla. Sama má segja um glermunina, þarna eru öll verkfæri og hráefni til staðar ásamt tilsögn. Þær eru einnig með til sölu minningarkort fyrir Sjálfsbjörg á Siglufirði.

Sjálfsbjörg á Siglufirði á einnig íbúð í suðurenda hússins sem er leigð út og lætur gott að sér leiða víðsvegar í bænum. Til dæmis var allur tekjuafgangur síðastliðins árs samtals 610 þúsund kr. gefin í styrki til einstanga og sjúkrahússins. 


Þarna er unnið af áhuga eins og sjá má


Þennan dag ver einn strákur í hópnum, var hann að mála þennan sæta dalmatíuhund


Þarna má sjá hluta af þeim fallegu munum sem eru til sölu fyrir almenning


Glæsilegir handgerðir glermunir sem eru til sölu


Einbeiting og vinnugleði


Málað og prjónað


Húsnæði Sjálfsbjargar að Lækjargötu 2. Siglufirði

Myndir: Kristín Sigurjónsdóttir
Texti: Kristín Sigurjónsdóttir 


Athugasemdir

20.apríl 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst