Lífsgleði njóttu

Lífsgleði njóttu Lífsgleði njóttu á svo sannarlega við þegar hópur eldhressa kvenna kemur saman í Sundhöll Siglufjarðar tvisvar í viku. Mæta þær þar kl

Fréttir

Lífsgleði njóttu

Aldursforsetinn Gugga Friðriks Í boltaleik
Aldursforsetinn Gugga Friðriks Í boltaleik

Lífsgleði njóttu á svo sannarlega við þegar hópur eldhressa kvenna kemur saman í Sundhöll Siglufjarðar tvisvar í viku. Mæta þær þar kl 10.00 á mánudögum og miðvikudögum, sögðu þær að það kæmu af og til tveir herramenn með þeim en hópurinn er allt af því um 28 manns.

Helga Hermannsdóttir þjálfar hópinn af einstakri ljúfmennsku undir hressri harmonikku tónlist. Gerðar eru fjölbreyttar æfingar sem styrkja og liðka líkamann með allskonar hjálpartækjum eins og boltum og flotlengjum.

Líkamsrækt í vatni er mjög góður valkostur fyrir nánast alla, því álag á helstu liði og liðamót er mun minna og mýkra en við æfingar á þurru landi. Við æfingar í vatni fáum við góða alhliða þjálfun í þoli, styrk og liðleika fyrir liðamót með því að vinna með mótstöðu vatnsins. 

Greinilegt er að hópurinn nær vel saman of fóru þær flestar saman eftir sundæfingarnar út í heita pottinn í spjall og munaði þeim ekki um að sína sunddrottninga takta þar fyrir ljósmyndarann.


Upphitun


Mikið fjör í pottinum og eru þær eins og alvöru fimleika sunddrottningar


Styrktaræfingar


Margar hendur á lofti


Listakonan Brynja Árnadóttir að hita upp fyrir æfingarnar


Það er hægt að leika sér á öllum aldri


Notið þess að vera í vatninu


Helga Hermannsdóttir að þjálfa hópinn

Texti: Kristín Sigurjónsdóttir
Myndir: Kristín Sigurjónsdóttir 


Athugasemdir

25.apríl 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst