Ljósmyndaklúbbur Fjallabyggðar

Ljósmyndaklúbbur Fjallabyggðar Í Fjallabyggð er fjöldi góðra ljósmyndara svo eftir er tekið víðar, hvað veldur þessum almenna áhuga er erfitt að segja til

Fréttir

Ljósmyndaklúbbur Fjallabyggðar

Í Fjallabyggð er fjöldi góðra ljósmyndara svo eftir er tekið víðar, hvað veldur þessum almenna áhuga er erfitt að segja til um. 

Eflaust er það sambland af ýmsu eins og okkar góðu ljósmyndurum sem við fylgdust með í uppvextinum, stórbrotnu landslaginu á Tröllaskaga, litskrúðugu mannlífi og metnaðarfullri listadeild við Menntaskólann á Tröllaskaga þar sem kennd er ljósmyndun undir fagmannlegri stjórn skólameistarans Láru Stefánsdóttur.

Fyrir um tveimur árum var Ljósmyndaklúbbur Fjallabyggðar stofnaður til að þjappa ljósmyndurum saman og efla áhugann enn frekar. Á morgun sunnudaginn 12. apríl mun Ljósmyndaklúbbur Fjallabyggðar halda aðalfund sinn á Siglunes Guesthouse kl. 17.00. 

Til að gerast félagi þarf viðkomandi aðeins að hafa áhuga á ljósmyndun og býður Ljósmyndaklúbbur Fjallabyggðar alla hjartanlega velkomna á fundinn.

Texti: Kristín Sigurjónsdóttir
Mynd: Kristín Sigurjónsdóttir 


Athugasemdir

28.mars 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst