Ljósvíkingar í kvöld á Fm Trölla

Ljósvíkingar í kvöld á Fm Trölla Fyrir viku kepptu annars vegar Pósthúsið og Dótakassinn og hinsvegar Torgið og Fiskmarkaður Siglufjarðar. Dótakassinn og

Fréttir

Ljósvíkingar í kvöld á Fm Trölla

Eins og margir vita þá hefur Spurningakeppni Almættisins verið á dagskrá Fm Trölla nú um nokkurt skeið í þættinum Ljósvíkingar. Þátturinn hefur fengið ágæta hlustun og mörgum finnst þátturinn alls ekkert leiðinlegur. Þátturinn er kl. 20 á mánudagskvöldum.
 
Sigurður Ægisson hefur haft veg og vanda að spurningum keppninnar og þeir eru honum til halds, trausts, og almennra leiðinda þeir Steini Sveins, Árni Heiðar og Hrólfur.
 
Sigurði er stundum vorkun af því að vera í þættinum því hinir þáttarstjórnendurnir vita oft á tíðum ekki hvort þeir eru að koma eða fara og hafa átt það til að svara spurningum Sigurðar áður en hann spyr honum til ómældrar gleði og ánægju.
 
Fyrir viku kepptu annars vegar Pósthúsið og Dótakassinn og hinsvegar Torgið og Fiskmarkaður Siglufjarðar. Dótakassinn og Fiskmarkaðurinn unnu sína mótherja og eru því komnir í undanúrsit. 
 
Í fyrri viðureigninni í kvöld, kl. 20.00, eigast við Sparisjóðurinn og Bensínstöðin og í þeirri síðari, kl. 21.00, Síldarminjasafnið og Lífeyrisþjónustan. 
Eftir að úrslit verða kunn mun fulltrúi sýslumanns, Halldór Þormar Halldórsson, sem dró saman liðin í átta liða úrslitunum, koma og draga um hvaða lið skuli mætast í undanúrslitunum eftir viku. Úrslit verða svo ekki fyrr en eftir hálfan mánuð, í þriggja tíma þætti.
 
Hægt er að hlusta á fm 103,7 á stór Fjallabyggðarsvæðinu og svo að sjálfsögðu á netinu á fm.trolli.is
 
Siglfirðingur.is fjallar einnig um þátttinn. Sjá hér.

Athugasemdir

28.mars 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst