Matgæðingur vikunnar

Matgæðingur vikunnar Matgæðingar vikunnar eru hjónin Halldór og Hanna (Halldór Þormar Halldórsson & Hanna Björnsdóttir )

Fréttir

Matgæðingur vikunnar

Hanna & Halldór
Hanna & Halldór

Matgæðingar vikunnar eru hjónin Halldór og Hanna (Halldór Þormar Halldórsson & Hanna Björnsdóttir )

Halldór og Hanna skora á snillingana Völu og Steinar að koma með uppskrift fyrir næsta miðvikudag.

Hollustusúpa Halldórs og Hönnu 

Tvær kjúklingabringur, frekar stórar, en annars þrjár

Tvö eða fleiri hvítlauksrif....fer eftir lyktnæmni

Tveir til þrír grænmetisteningar

Tveir tómatar, meðalstórir

Majoram krydd, ein tsk sirka

Basil, hálf til ein tsk sirka

Karrí, einn fjórði tsk

Salt og pipar

Kókósmjólk, hálf dós

Tómatpurré ein dós

Einn stilkur af sellerí

Ein meðalstór sæt kartafla

Tvær stórar gulrætur, annars þrjár.

Ein rauð paprika

Það væri mjög gott að hafa lauk líka, en Hanna er með ofnæmi fyrir honum svo það verður að vera laukduft, svona ein tsk.

Kókosolía, ein matskeið

Vatn, um einn lítri

Hvítlaukurinn steiktur upp úr kókosolíu og basil stráð yfir, síðan tómatarnir niðurbrytjaðir. Svartu pipar yfir og þegar er komin góð lykt og hvítlaukurinn ALLS EKKI brunninn, er þetta tekið og sett í skál til geymslu. Kjúklingurinn er skorinn í bita, kryddaður með einhverju viðeigandi kryddi, t.d. best á kjúllann og steiktur upp úr kókosolíunni. Þegar hann er farinn að brúnast aðeins er hann tekinn og geymdur. Gulræturnar flysjaðar og sneiddar í bita, sama er gert við sætu kartöfluna, sellerí og paprikuna. Gulræturnar og kartaflan er steikt upp úr kókosolíunni. Þegar þetta er aðeins byrjað að meyrna er paprikunni og selleríinu bætt við (ef laukur er notaður...now is the time).

Þegar allt er orðið þokkalega meyrt er vatni hellt yfir. Teningarnir eru settir út í og síðan tómatpurré. Suðan látin koma hægt upp og þetta látið malla í rólegheitum. Majoram kryddinu bætt í (svona einni tsk), svo karrí (og laukdufti ef það er notað) og salti eftir smekk.  Kjúllanum er svo bætt út í og síðan hvítlauknum og tómötunum sem voru geymdir.  Það eina sem er þá eftir er að láta súpuna sjóða svolítið og bæta kókosmjólkinni við og hræra vel.

Með þessu ber að gæða sér á Naan brauði. Stundum nota ég bara Hatting pítubrauð sem er steikt upp úr olíu og smá hvítlauk, en annars er hægt að baka það líka og meðfylgjandi uppskrift er fín. Ekki síst fyrir bauðvél.

3 dl volg ab mjólk (37° ca)

2 tsk salt

1 msk hvítlauksolía. Olía og maukaður hvítlaukur

1 msk sweet chili

10 dl hveiti

2 tsk þurrger

Paprikuduft

AB mjólkin (volg), salt, hvítlauksolía og chilisósa sett saman og hveitinu bætt við. Gerið er sett síðast. Hnoðað saman, búin til rúlla og hún skorin í jafna bita. Þeir eru flattir út og penslaðir með hvítlauksolíu og paprikuduftinu stráð yfir.

Þetta er svo bakað í miðjum ofni við 220° í c.a. 12 mínútur (kannski 15). Það er líka hægt að gera þetta á sumrin og steikja þau á grilli, en þau brenna MJÖG auðveldlega við svo það þarf að snúa oft.

Með þessari súpu er gott að drekka vel kryddað rauðvín t.d. Shiraz þrúgur, en annars er Montes líka mjög gott með þessu.

 

 


Athugasemdir

29.mars 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst