Matti og Segull 67 tilbúinn í jólin á Sigló Hótel

Matti og Segull 67 tilbúinn í jólin á Sigló Hótel Eins og kunnugt er hefur Matti Haralds unnið hörðum höndum að því að opna nýja bruggverksmiðju á

Fréttir

Matti og Segull 67 tilbúinn í jólin á Sigló Hótel

Matti í verksmiðjunni
Matti í verksmiðjunni

Eins og kunnugt er hefur Matti Haralds unnið hörðum höndum að því að opna nýja bruggverksmiðju á Siglufirði undir nafninu Segull 67 og er nú fyrsta blandan tilbúin. Við litum inn hjá Matta sem ætlar að mæta með stórgóðan jólabjór sinn á Sigló Hótel um helgina, stendur hann þar sjálfur við dæluna klukkan 18:30 á föstudag.

Húsakynni Seguls 67 geta mörg framleiðslufyrirtæki tekið sér til fyrirmyndar. Það er gamalt, hrátt og stórglæsilegt en umfram allt tilbúið til að taka á móti ört vaxandi ferðamannastraum á svæðinu. Í framleiðslusalnum er glerskáli þar sem gestum gefst færi á að líta yfir flottan salinn án þess þó að þurfa að ganga þar inn um allt. Utan við salinn er stórgóð gestamóttaka með bar sem mótaður er sem bátur og ljóst að mikil virðing hefur verið borin fyrir sögu og arfleifð svæðisins og fjölskyldu Matta í hönnun og uppbyggingu verksmiðjunnar.

Eftir gott spjall við Matta, sem klárlega vissi mun meira um ölið heldur en fréttaritari, rann millidökkur jólalagerinn ljúft niður og gaf til kynna að mikil ástríða hafði verið lögð í fyrstu blönduna sem nú gefst loks færi á að njóta.

Segull 67

Matti ásamt móður sinni, Kollu, og Ellu Þorsteins sem séð hefur um innanhússarkitektúrinn þar sem þau standa fyrir innan barinn í Segli 67 þar sem hægt verður að taka á móti hópum í kynningu.

Segull 67

Meira að segja bjórkútarnir eru sérmerktir og flottir hjá Segli. 

Segull 67

Flott logoið sæmir sér vel í fallegri og hrárri móttökunni sem skartar ýmsum munum og minningum úr sjómennskunni. 

Við óskum Matta og fjölskyldu til hamingju með áfangann og stórgóða jólablönduna.


Athugasemdir

23.apríl 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst