NÍRÆÐUR KÓR Í NORÐURFERÐ

NÍRÆÐUR KÓR Í NORÐURFERÐ 12. nóvember næstkomandi heldur Karlakór Reykjavíkur í tónleikaferð norður í Skagafjörð og á Siglufjörð. Kórinn syngur í Miðgarði

Fréttir

NÍRÆÐUR KÓR Í NORÐURFERÐ

 

12. nóvember næstkomandi heldur Karlakór Reykjavíkur í tónleikaferð norður í Skagafjörð og á Siglufjörð.

Kórinn syngur í Miðgarði í Skagafirði kl. 14.00, þar sem Karlakórinn Heimir slæst í hópinn og í Siglufjarðarkirkju kl. 20.00.

Með í för eru sópransöngkonan Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, og Anna Guðný Guðmundsdóttur píanóleikari.

Þá syngur kórfélaginn og Skagfirðingurinn, Árni Geir Sigurbjönsson tenór, einsöng í nokkrum lögum.

Ferðin er liður í að fagna 90 ára afmæli kórsins sem stofnaður var 3. janúar 1926.

Stjórnandi Karlakórs Reykjavíkur  er Friðrik S. Kristinsson en hann hefur staðið við stjórnvölinn í hátt í þrjá áratugi.


Athugasemdir

29.mars 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst