No More Drama á suðurslóðum

No More Drama á suðurslóðum Hljómsveitin No More Drama hélt á dögunum í tónleikaferð suður yfir heiðar og spilaði á skemmtistaðnum Hressó í Reykjavík.

Fréttir

No More Drama á suðurslóðum

Hljómsveitin No More Drama hélt á dögunum í tónleikaferð suður yfir heiðar og spilaði á skemmtistaðnum Hressó í Reykjavík. Mikil eftirvænting var í hópnum og stóð ferðin algerlega undir væntingum. 

Það var góð stemming á Hressó og gestir voru yfir sig hrifnir af hljómsveitinni, lagavali og framkomu bandsins. Því má gera ráð fyrir því að No More Drama muni spila oftar á Hressó.

Hljómsveitarmeðlimum þótti vænt um að sjá marga vini og ættingja og það má segja að það hafi verið Siglfirsk stemming í salnum.

No More Drama stefnir á að spila á árshátíðum, þorrablótum og almennum dansleikjum og ef áhugi er á að fá bandið til að spila fyrir sig er hægt að hafa samband við Andra Hrannar í síma 773 0858 eða Evu Karlottu í síma 898 2280.

Það er hægt að finna síðu No More Drama á facebook hér
https://www.facebook.com/NoMoreDrama580

No More Drama eru:

Eva Karlotta – Söngur – Gítar

Fannar Sveins – Gítar

Kristinn Kristjáns – Bassi

Ragna Dís – Söngur

 

Andri Hranna – Trommur - Söngur


Athugasemdir

16.apríl 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst