Nýtt „Spa“ í Fjallabyggð.

Nýtt „Spa“ í Fjallabyggð. Tíðindaritari hefur fengið góð viðbrögð á skrif sín undanfarið varðandi hin ýmsu tilboð og möguleika sem í boði eru hér í

Fréttir

Nýtt „Spa“ í Fjallabyggð.

Weyergans Studio Sigló
Weyergans Studio Sigló

Tíðindaritari hefur fengið góð viðbrögð á skrif sín undanfarið varðandi hin ýmsu tilboð og möguleika sem í boði eru hér í Fjallabyggð. Hefur hann því einsett sér að fylgja þessu ögn betur eftir og kynna sér og þá um leið ykkur lesendur góðir hina ýmsu möguleika sem hér eru í boði.

Í síðustu viku rak tíðindaritari augun í svohljóðandi auglýsingu sem birtis í Tunnunni. „WEYERGAN STUDIO SIGLÓ“.

Tíðindaritari varð forvitin og  stóðst ekki mátið að hafa samband við hana Önnu Maríu Björnsdóttir eiganda og stofnanda af „Weyergans Studio Sigló“ til fræðast nánar um hvað hér sé á ferðinni og  hverskonar meðferðir boðið er upp á.

Anna María býr semsagt í Vesturbænum. Hún komist fyrst í kynni við WEYERGANS fyrir ári síðan. Ástæðan er sú, að Anna María hefur glímt við mikla vefjagigt nú í seinni tíð. Fékk hún hreinlega rauðaspjaldið af völdum sjúkdómsins og var orðin óvinnufær.  Það var þá sem Anna fór að leita leiða til að vinna á gigtinni og fann í kjölfarið fram til „Weyergans „ sem hefur hjálpað henni til bættrar heilsu. Í kjölfarið ákvað hún að leyfa fleirum að njóta þessarar ágætu meðferðar og dreif sig  á námskeið til að afla sér réttinda til að geta boðið uppá  Weyergans meðferðir hér heima í Fjallabyggð.

Weyergans Studio Sigló býður upp á margskonar meðferðir. Tíðindaritari brá sér í heimsókn og bauð Anna María honum að prufa nokkrar af þeim meðferðum sem í boði eru. Sem sjá má af myndunum hér fyrir neðan, þá eru fjölbreytt úrræði hér á ferðinni.

 

Súrefnishjálmur

Að sögn Önnu, þá byggir þessi sérstaka húðmeðferð  á ákveðnum efnafræðilögmálum. Í meðferðinni er unnið með oxun þar sem neikvæðar jónir eru nýttar úr andrúmsloftinu. Orkan er svo leidd inn í höfuðhlífina sem virkar eins og oxunarhjúpur utan um andlitið. Þannig nær hún að vinna sér leið inn undir húðina og örva sellulósaskiptin sem eru nauðsynleg til að húðin geti gegnt sínum hlutverkum sjálf eins og uppbyggingu, hreinsun, viðhaldi, stinningu og styrkingu.

Súrefnishjálmir

Sogæðastígvél

Hér er um að ræða sogæðanudd með þrýstingsstígvélum fyrir fætur og læri. Sogaæðastígvél / sogæðameðferð  er gerð í þeim tilgangi að meðhöndla sogæðabjúg. Sogæðastígvélin hentar þó einnig afar vel fyrir íþróttafólk og virkar vel inn á djúpu vöðvana.

Stigvél

Detox meðferð

Hér kemur sko pokinn til sögunnar. Meðferðin hefur sannað gildi sitt gagnvart hvort heldur sem er  íþróttafólki, fólki í yfirþyngd og reykingafólki. Hún ýtir undir hreinsun líkamans og bætir líðan.

Detux

Vafningar

Tíðindaritari skellti sér meðal annars í vafning. Vafning er hægt að nota í ýmsum tilgangi. Virkar hann m.a. vel á appelsínuhúð, minnkar þrálátar fitufrumur, stinnir slappa húð, styrkir veikan húðvef og minnkar aukahúð eftir þyngdartap og meðgöngu.

Vafningur

Innrauðsauna

Innrauði gufuklefinn á rætur að rekja til Japan og er mikið notaður þar í landi í lækningaskyni, meðal annars á ýmsum meðferðar og heilsugæslustöðum. Þessi djúp virkandi varmi frá innrauðu geislunum hreinsar húðina gegnum svitaholurnar. Í kjölfarið flyst næring og súrefni betur til fruma líkamans, blóðæðarnar víkka út og flæði í blóðrásum eykst. Innrauða saunað hefur þannig jákvæð áhrif á sóríasis, brunaskaða og styrkir hjarta og æðakerfi líkamans.

innrauð

Tíðindaritari vill að lokum þakka Önnu fyrir greinagóða kynningu á Weyergans meðferðinni, og mælir með því að íbúar í Fjallabyggð kynni sér þetta áhugaverða tilboð til bættrar heilsu. Að lokum er hérna smá játning. Eftir að hafa reynt sum þessara tilboða á „eigin skinni“ eða þannig, þá eru hér komnar amk. tvær hugmyndir að jólagjöfum fyrir fjölskyldumeðlimi tíðindaritara.

 

Anna María er með aðstöðu sína að Hólavegi 83 á Siglufirði. Hægt er að sjá nánar um fyrirtækið, meðferðir og opnunartilboðin á fésbókarsíðu Weyergans Studio Spa  à https://www.facebook.com/siglospa, eða hafa samband við hana í síma 866-1035.


Athugasemdir

23.apríl 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst