Salome reddaði skíðapáskunum

Salome reddaði skíðapáskunum Þegar og ef þú ert að kenna barninu þínu á skíði, hefurðu þá tekið eftir því að barnið hefur bara nákvæmlega enga þolinmæði

Fréttir

Salome reddaði skíðapáskunum

Salome að kenna. Ljósmynd: JHB
Salome að kenna. Ljósmynd: JHB

Þegar og ef þú ert að kenna barninu þínu á skíði, hefurðu þá tekið eftir því að barnið hefur bara nákvæmlega enga þolinmæði fyrir þér? Og jafnvel hefur þú ekki alveg nógu mikla þolinmæði fyrir því að kenna barninu á skíði.

Svo versnar þetta allt til muna ef þú og maki þinn eruð bæði að reyna að kenna barninu á skíði í sameiningu. Svona gæti það til dæmis hljómað : "Nei Ólöf þú átt ekki að segja henni að gera þetta!! Þetta er kolvitlaust hjá þér!! Hefur þú aldrei farið á unglingameistaramót á skíðum eins og ég eða hvað? " og hún svarar " Ok, fyrst þú ert svona klár viltu þá ekki bara gera þetta einn? "

Og einhver myndi þá hugsanlega svara svona " NEI, ég er að taka myndir og myndbönd af þessum aðförum á barninu hjá þér, og það sem komið er, er nú eiginlega ekki alveg birtingarhæft í fjölskyldu albúmið!!! Kannski sem kennslumyndband í því hvernig á ekki að kenna barni á skíði" og þá svarar makinn aftur " ég er hætt!! Ég nenni þessu ekki!! " vægast sagt mjög pirruð. Og svona heldur þetta áfram með ástúðlegum skotum á færibandi á hvort annað og það munaði bara hársbreidd að páskarnir á skíðunum væru bara gjörsamlega handónýtir hjá þessu tiltekna pari.

Þetta er reyndar mjög góð leið í að kenna barni að þræta og rífast sem er bara alveg ágætt að kunna, svona með allavega. Eitthvað mjög nálægt þessu samtali heyrði ég upp á skíðasvæði núna um páskana. Svo var einhver snillingurinn sem sagði þessu tiltekna pari að spyrja hvort Salome gæti ekki bara kennt barninu á skíði. Og þá svaraði einhver nú reyndar "jaaa ég keppti nú á unglingameistaramótum 1990-91-92 (veit reyndar ekki af hverju þetta er kallað meistaramót, sumir urðu aldrei meistari) eða eitthvað svoleiðis þannig að ég ætti nú að getað sagt henni Ólöfu hvernig á að kenna barninu þetta!! " mjög pirraður og frekar furðu lostinn yfir því að einhver skuli hafa vogað sér að segja skíðamanninum þetta. "Ég meina líttu bara á græjurnar og gallann sem ég á"

Salome að kenna

En svo braut þessi einstaklingur agnarlítinn odd af oflæti sínu og samþykkti að setja barnið í kennslu hjá Salome. Og þvílíkur munur. Þessi stelpa (Salome) er snillingur með krakka (og örugglega fullorðna líka) og kemur barni til að standa á skíðum á örskotstundu (fer samt örugglega eftir því hversu barnið á auðvelt með að læra, en foreldrar þessa barns sem um ræðir eru reyndar mjög fljótir að læra, allavega faðirinn). Salome hefur líka eitthvað sem kallast þolinmæði, annað en sumir.

Eftir einn tíma fann þetta tiltekna par vægast sagt mjög mikinn mun á barninu á skíðunum. Ef þú ert í einhverjum vandræðum með að kenna barninu þínu á skíði, þá mælir þetta tiltekna par alveg 100% með Salome. Bezt að taka það fram hér að þetta á ekki að vera dulbúin auglýsing fyrir Salome, þetta tiltekna par þekkir hana ekkert nema frá skíðakennslunni og hún veit ekkert að það er verið að skrifa um þetta en þetta er bara eitthvað svo 100% satt allt saman. Áfram Salome þú ert snillingur.

Salome að kenna


Athugasemdir

25.apríl 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst