SAMFÉLAGSLEG ÁHRIF HÉÐINSFJARÐARGANGANNA

SAMFÉLAGSLEG ÁHRIF HÉÐINSFJARÐARGANGANNA Í dag 2. október 2015 eru fimm ár síðan Héðinsfjarðargöngin opnuðu. Í því tilefni boða Fjallabyggð og Háskólinn á

Fréttir

SAMFÉLAGSLEG ÁHRIF HÉÐINSFJARÐARGANGANNA

Mynd af vef http://byggdathroun.is/
Mynd af vef http://byggdathroun.is/

Í dag 2. október 2015 eru fimm ár síðan Héðinsfjarðargöngin opnuðu. Í því tilefni boða Fjallabyggð og Háskólinn á Akureyri til málþings í Ólafsfirði kl 14 þar sem kynntar verða heildarniðurstöður sjö ára rannsóknar á samfélagsáhrifum ganganna. http://www.unak.is/is/frettir/ahrif-hedinsfjardarganga-a-samfelogin-a-nordanverdum-trollaskaga

Í dag opnar jafnframt vefurinn www.byggdathroun.is/hedinsfjardargong<http://www.byggdathroun.is/hedinsfjardargong> þar sem forsendur, aðferðafræði og helstu niðurstöður rannsóknarverkefnisins eru kynntar.

Loks birtir Íslenska þjóðfélagið, tímarit félagsfræðingafélags Íslands í dag nýja yfirlitsgrein þar sem farið er yfir helstu niðurstöður rannsóknarverkefnisins. http://www.thjodfelagid.is/index.php/Th/article/view/77/63. Útdráttur hennar er hér að neðan.

Útdráttur greinarinnar:

Þóroddur Bjarnason. 2015. Samgöngur og byggðaþróun: Samfélagsleg áhrif Héðinsfjarðarganga. Íslenska þjóðfélagið, 6, 5-34

 

 

Samgöngubætur geta haft veruleg áhrif á byggðaþróun með þéttari tengslum milli byggðarlaga og í opinberri stefnumótun er lögð áhersla á stækkun atvinnu- og þjónustusvæða. Niðurstöður sjö ára rannsóknar á samfélagslegum áhrifum Héðinsfjarðarganganna sýna að umferð hefur aukist umfram spár. Talsverð vinnusókn er nú milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar og mikill meirihluti íbúanna sækir verslun, þjónustu, viðburði eða félagsstarf milli kjarnanna. Efnahagslíf í Fjallabyggð hefur eflst og aukin ánægja er með vöruverð og fjölbreytni í verslun. Siglufjörður er orðinn hluti ferðamannasvæðis Eyjafjarðar og áfangastaður ferðamanna milli Akureyrar og höfuðborgarsvæðisins. Gistingum ferðamanna hefur þó ekki fjölgað og spár um aukna umferð á hringleið um Skagafjörð og Eyjafjörð ekki gengið eftir. Talsverð hagræðing hefur orðið hjá ríki og sveitarfélagi en þar gætir einnig áhrifa hrunsins. Aukin ánægja er með menntunartækifæri en minni ánægja með löggæslu og aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Rígur virðist ekki hafa aukist milli byggðakjarnanna þótt Ólafsfirðingar telji á sig hallað í opinberri starfsemi. Til skemmri tíma hefur fólki fjölgað á Siglufirði en ekki í Ólafsfirði. Yngri konum, börnum og erlendum ríkisborgurum hefur fjölgað og yngra fólk er tilbúnara til að búa þar áfram. Langtímaáhrif Héðinsfjarðarganganna munu koma í ljós á næstu áratugum og mikilvægt að fylgja þeim eftir með skipulögðum hætti.


Athugasemdir

19.apríl 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst