Allinn og Höllin sjá um skólamötuneyti Grunnskóla Fjallabyggðar

Allinn og Höllin sjá um skólamötuneyti Grunnskóla Fjallabyggðar Bæjarráð hefur falið deildarstjóra fjölskyldudeildar að ganga frá samningi við

Fréttir

Allinn og Höllin sjá um skólamötuneyti Grunnskóla Fjallabyggðar

Halli og Lóa á Allanum. Ljósmynd úr safni JHB 2013
Halli og Lóa á Allanum. Ljósmynd úr safni JHB 2013

Bæjarráð hefur falið deildarstjóra fjölskyldudeildar að ganga frá samningi við lægstbjóðendur í skólamáltíðir Grunnskóla Fjallabyggðar. Það voru Allinn á Siglufirði og Höllin á Ólafsfirði sem voru með lægstu tilboðin en að auki bauð Rauðka í skólamátlíðirnar. 

Samkvæmt fundargerð Fræðslu- og Frístundanefndar voru tilboðin svohljóðandi.

Allinn ehf: kr. 649 einstök máltíð fyrir bekkjardeildir á Siglufirði 1.-4. bekk og kr. 749 kr. einstök máltíð fyrir 5.-10. bekk. 
Einstök máltíð fyrir starfsmenn kr. 749.

Höllin: kr. 680, einstök máltíð, fyrir bekkjardeildir í Ólafsfirði: kr. 980 fyrir starfsmenn.

Rauðka: Kr. 790 einstök máltíð, fyrir bekkjardeildir á Ólafsfirði og Siglufirði, ef heil önn er skráð í einu lagi. Kr. 800 m.v. skráningu fyrir máltíðum í einn mánuð í senn.
Kr. 850 fyrir bekkjardeildir á Siglufirði. Kr. 900 fyrir bekkjardeildir á Ólafsfirði.

Athugasemdir

19.apríl 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst