Sumardrengurinn farinn! Strax kominn með heimþrá....

Sumardrengurinn farinn! Strax kominn með heimþrá.... Eins og alltaf þegar maður fer frá Sigló gleymist að kveðja alla og þakka almennilega fyrir

Fréttir

Sumardrengurinn farinn! Strax kominn með heimþrá....

Bless, bless og takk fyrir mig......
Bless, bless og takk fyrir mig......

Eins og alltaf þegar maður fer frá Sigló gleymist að kveðja alla og þakka almennilega fyrir sig.

Ég verð að segja að þetta sumar varð alveg einstaklega skemmtilegt, ég var varla kominn í bæinn þegar mér var kastað í sumarstarf sem fréttaritari fyrir Sigló.is.

Þetta passaði mér vel því mér finnst gaman að taka myndir, hitta og spjalla við fólk af öllum stærðum og gerðum.

Tók yfir 2000 myndir á þessu rölti mínu um fjörðinn okkar fagra og var alltaf jafn hissa á hversu mikið var gerast alla daga í okkar annars litla bæ. Ekki síst hversu mikið er af skemmtilegu og merkilegu fólki sem gaman er að ræða við.

Þakka ykkur bæjarbúum sem og öllum lesendum Sigló.is fyrir að vera þolinmóð og góð við mig, þrátt fyrir allar málfræði og stafsetningarvillurnar sem hafa læðst með textanum en þær orsakast vegna 24 ára búsetu erlendis

 
Ferðafélagi minn í fluginu frá Akureyri, herra Ólafur Ragnar Grímsson.

Það var einstaklega sárt að fara á miðvikudagskvöldi í síðustu viku og þurfa að yfirgefa Siglufjörð í 20 stiga hita, kvöldsól og blanka logni.

En þetta varð síðan frekar merkilegt ferðalag. Forseti Íslands kom allt í einu klæddur eins og hver annar túristi og settist þarna fyrir framan mig í fluginu. Hann hafði verið á skátamóti á Akureyri og var nú á leið heim með kvöldfluginu. 

Þarna við hlið hans sátu nokkrir túristar frá Japan og enginn vissi hver Ólafur var og enginn í vélinni var eitthvað að skipta sér af honum. Við lendingu sjá allir að stór svört limmósína með fánum og öllu bíður við flugvallarbygginguna og keyrir alveg að vélinni þegar við stoppum. Japanarnir verða forvitnir og þegar ég segi þeim að þau hefðu setið við hliðina á forseta Íslands alla leiðina frá Akureyri urðu þeir alveg frá sér og byrjuðu að grafa eftir myndavélunum en voru ekki nógu fljótir því Óli var snöggur að vippa sér inn í bílinn og vinkaði bara til taugaveiklaðra Japanana. 

Rétt tæpum hálftíma seinna var ég kominn til Keflavíkur og klukkan að nálgast miðnætti, ég tek eftir því að það er hálfgert myrkur hér fyrir sunnan svo ótrúlegur munur björtu sumarkvöldinu sem ég var að kveðja á Siglufirði tveimur tímum áður.

Mér til mikillar furðu þá reiknaði ég út að ég fór frá "hurð" til "hurð" á undir 6 klukkutímum.

Ef ég reikna frá biðtíma á flugvellinum á Akureyri og í Keflavík var ég samanlagt á ferðinni í aðeins 6 tíma. Frá norðurheimskautsbaugi og til Nol, rétt norðan við Gautaborg þar sem ég bý. Ótrúlegt en satt.

Hér beið mín hitabylgja með yfir 30 stiga hita og ég svitnaði við það eitt að anda þegar ég steig út úr flugstöðinni. 

Hundurinn minn hún Cindý fagnaði mér innilega en hafði síðan ekki orku í meira þennan heita dag og lá gjörsamlega útslegin á svölunum fram á kvöld.

Á eitthvað af efni enn í pokahorninu sem ég ætla að birta fljótlega á sigló.is og hlakka strax til að koma "heim" áður en langt um líður.

Takk fyrir mig!

Greyið Cindý, alveg að drepast úr hita.....

Myndir og texti:
NB 


Athugasemdir

25.apríl 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst