Svipmyndir frá Sauðanesi

Svipmyndir frá Sauðanesi Sunnudaginn 4. desember opnar Björn Valdimarsson ljósmyndasýninguna “Svipmyndir frá Sauðanesi” á Kaffi Klöru í Ólafsfirði og mun

Fréttir

Svipmyndir frá Sauðanesi

Sunnudaginn 4. desember opnar Björn Valdimarsson ljósmyndasýninguna “Svipmyndir frá Sauðanesi” á Kaffi Klöru í Ólafsfirði og mun sýningin standa fram yfir áramót.

Þau hjón Jón Trausti Traustason og Herdís Erlendsdóttir búa  á Sauðanesi við Siglufjörð ásamt börnum sínum og öðru heimilisfólki. Jón Trausti hefur tekið veðrið fyrir Veðurstofuna og annast vitavörslu í rúman aldarfjórðung, en áður sinnti faðir hans þessum störfum. Faðir Herdísar var vitavörður á Siglunesi og síðar Dalatanga, en þar ræður Marzibil systir hennar ríkjum nú. Auk þessara starfa eru þau með hefðbundinn fjárbúskap, hestaleigu og fleira heima fyrir og á árum áður starfaði Jón Trausti einnig sem lögreglumaður á Siglufirði.

Myndirnar á sýningunni eru teknar á tímabilinu maí til nóvember og eru þær fyrri hluti af myndaröð um lífið á Sauðanesi. Stefnan er svo að ljúka við seríuna um mitt næsta ár. Fleiri myndir úr henni verða sýndar á nemendasýningu í MTR þann 10. desember, en þetta verkefni er hluti af jósmyndanámi Björns við skólann.

Sýningarnar tvær eru í raun náskyldar og myndirnar voru fyrst paraðar saman og svo skipt upp. Það er mynd af Jóni Trausta taka veðrið á annari sýningunni og senda veðurskeytin á hinni. Herdís að gefa á garðann á annari sýningunni og síðan að taka upp lamb skömmu síðar á hinni o.s.frv.

Sýningin fer fram á Kaffi Klöru í Ólafsfirði og mun standa fram yfir áramót. 

Mynd og texti: Aðsent

 


Athugasemdir

25.apríl 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst