Taktu virkan þátt í REITUM

Taktu virkan þátt í REITUM Verkefni af ýmsum toga eru í mótun hjá þessum fjölmenningarlega hópi sem heldur til í Alþýðuhúsinu. Þrjú verkefnanna kalla á

Fréttir

Taktu virkan þátt í REITUM

Verkefni af ýmsum toga eru í mótun hjá þessum fjölmenningarlega hópi sem heldur til í Alþýðuhúsinu. Þrjú verkefnanna kalla á það að hafa samband við Siglfirðinga - fánaleikur, áheyrnarprufur og matreiðslubók. Hér eru skilaboð frá þátttakendum:

 

Konungur SiglóKóngur Sigló

3 lið - 3 fánar - Reisið alla ykkar fána

Laugardagur 10:30-12:30
Hannaðu fána - í Gula Kofanum

Sunnudagur 15:00-17:00
Fangaðu Fánann - víða um bæinn (hittumst í Gula Kofanum)

 

 

Áheyrnarprufur / Audition

Við auglýsum eftir leikurum, dönsurum, söngvurum, börnum, hundum og hvaða mannverum sem er til þess að leika í tilraunakenndri stuttmynd.

Vinsamlegast útbúið 1-2 mínútna atriði eða einfaldlega mætið bara á svæðið og kynnið ykkur.

Hittumst á bókasafni Fjallabyggðar Laugardaginn 25. júní 13:00 - 15:00.

 

 

Matreiðslubók Sigló

Þátttakendur REITA nutu þess mjög á dögunum að heimsækja Siglfirskar fjölskyldur og höfðu gaman af því að fræðast um íslenska matarmenningu.

Nú vinna þeir að því að setja saman matreiðslubók og þætti vænt um að heyra frá ykkur hverjar ykkar uppáhalds uppskriftir eru og af hverju. Hugmyndin er að setja saman lítið rit sem væri Siglfriðingum svo aðgengilegt.

Allar uppskriftir vel þegnar! Vinsamlegast sendið þær á reitir@reitir.com, eða stingið þeim í tillögukassann á Ráðhústorgi. Útgáfudagur og staður tilkynntir á síðu REITA (reitir.com) við fyrsta tækifæri!

Takk fyrir :)


Athugasemdir

19.apríl 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst