Það er ekki einleikið með hann Tóta!

Það er ekki einleikið með hann Tóta! Ég hef sagt það áður að þessi maður er mikill fengur fyrir okkur Siglfirðinga. Hann Tóti (Þórarinn Hannesson)

Fréttir

Það er ekki einleikið með hann Tóta!

Frá æfingu á einleik Tóta í Bátahúsinu
Frá æfingu á einleik Tóta í Bátahúsinu

Ég hef sagt það áður að þessi maður er mikill fengur fyrir okkur Siglfirðinga.

Hann Tóti (Þórarinn Hannesson) íþróttakennari með meiru hefur nú samið einleik sem hann mun frumflytja í Bátahúsinu, þriðjudaginn 29 júlí kl: 20.00.

Þessi skemmtilegi einleikur verður síðar einnig hluti af Síldarhátíðinni þegar þar að kemur.

Mér var boðið á æfingu snemma á föstudagsmorgun, bara við tveir í Bátahúsinu nema Örlygur var eitthvað að þvælst þarna og fikta í ljósunum.

Tóti lýsir síðan fyrir mér út á hvað þessi einleikur gengur:

"Ég mun bregða mér í gervi ýmsa þekktra karaktera eins og Ragga Bjarna, Elvis Presley og fara með lög, vísur og sögur sem lýsa vel anda árana 1955 - 1960.

Umgjörðin er Siglufjörður og síldarárin, það gerist nú ekki betra en hafa þetta í Bátahúsinu og algjörlega rétt sviðsmynd fyrir þennan einleik.

Ég fylgist með smá stund og tek myndir af kappanum í hinum ýmsu hlutverkum, svei mér þá ef hann breytist ekki  í útliti eftir því hvaða persónur hann er að túlka.

Sjóarinn dansar við einmanna síldarstúlku 

Skipstjórinn gargar úr brúnni: "Drífa sig strákar, upp með nótina"

Sjóarinn segir sögur og fer með vísur

Takk Tóti og gangi þér og þínum "Alter Ego" félögum allt í haginn.

Myndir og texti: NB


Athugasemdir

29.mars 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst