Umf Glói bauð börnunum upp á leiksýningu

Umf Glói bauð börnunum upp á leiksýningu Umf Glói varð 20 ára fyrr á þessu ári og í tilefni afmælisins bauð félagið 4-9 ára börnum í sveitarfélaginu upp á

Fréttir

Umf Glói bauð börnunum upp á leiksýningu

Umf Glói varð 20 ára fyrr á þessu ári og í tilefni afmælisins bauð félagið 4-9 ára börnum í sveitarfélaginu upp á  leiksýningu í samstarfi við Grunnskóla og Leikskóla Fjallabyggðar. Um var að ræða leiksýninguna Halla frá Kómedíuleikhúsinu en leikritið er byggt á samnefndri ljóðabók vestfirska skáldsins Steins Steinarrs. 

 

Halla fjallar um samnefnda stúlku sem býr hjá afa sínum í dálitlu þorpi við dálítinn sjó. Það er margt sem þarf að gera í þorpi út við sjó og hve mikið sem fiskast það fiskast aldrei nóg. Afinn sækir sjóinn enda er hann mikil aflakló og það er Halla afastelpan hans einnig. Svo gerist það dag einn að afi segir við Höllu: Þú ert ekki nógu feit það er mér nokkuð kappsmál að koma þér í sveit. Þá tekur sagan á sig ævintýralega mynd en allt fer þó vel að lokum.

Leikgerð/leikur og dans var í höndum Elfars Loga Hannessonar og finnska dansarans Henna-Riikka Nurmi.

 

Var verkið sýnt í grunnskólahúsum beggja bæjarkjarnanna og krakkarnir skemmtu sér ákaflega vel á sýningunni. Höfðu þau einnig mjög gaman af að skoða leikmunina að verkinu loknu og spjalla við leikarana.

 

Leiksýningin Halla er fyrsti viðburður ljóðahátíðarinnar Haustglæður, sem áður hét Glóð, en að hátíðinni standa Umf Glói og Ljóðasetur Íslands. Fleiri viðburðir eru fyrirhugaðir næstu vikurnar.


Athugasemdir

24.apríl 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst