Vilja göng milli Siglu­fjarðar og Fljóta

Vilja göng milli Siglu­fjarðar og Fljóta Þing­menn Norðaust­ur­kjör­dæm­is hafa lagt fram þings­álykt­un­ar­til­lögu þess efn­is að Alþingi feli

Fréttir

Vilja göng milli Siglu­fjarðar og Fljóta

Frá Sigluf­irði. mbl.is/​Sig­urður Bogi Sæv­ars­so
Frá Sigluf­irði. mbl.is/​Sig­urður Bogi Sæv­ars­so

Þing­menn Norðaust­ur­kjör­dæm­is hafa lagt fram þings­álykt­un­ar­til­lögu þess efn­is að Alþingi feli inn­an­rík­is­ráðherra „að hefja vinnu við nauðsyn­leg­ar rann­sókn­ir og frum­hönn­un á jarð­göng­um milli Siglu­fjarðar og Fljóta.“ Ráðherra skili þing­inu skýrslu með niður­stöðum rann­sókna fyr­ir árs­lok 2018.

„Með stór­auk­inni um­ferð um Siglu­fjörð með til­komu Héðins­fjarðarganga og sí­felldu jarðsigi á Siglu­fjarðar­vegi um Al­menn­inga og mjög tíðum aur- og snjóflóðum á strönd­inni út frá Sigluf­irði að Stráka­göng­um er full­ljóst að framtíðar­veg­teng­ing frá Sigluf­irði í vesturátt verður best tryggð með gerð jarð­ganga milli Siglu­fjarðar og Fljóta,“ seg­ir meðal ann­ars í grein­ar­gerð.

Fyrsti flutn­ings­maður til­lög­unn­ar er Kristján L. Möller, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Frétt tekin af vef MBL 


Athugasemdir

18.apríl 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst