Strandblaksfréttir
sksiglo.is | Almennt | 22.08.2011 | 16:00 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 824 | Athugasemdir ( )
Íslandsmótið í strandblaki fór fram í blíðskapar veðri í Kópavogi helgina 12.-14.ágúst 2011. Þrátt fyrir að einungis tveir mánuðir séu síðan strandblaksvöllurinn á Siglufirði var tekinn í notkun tóku þrjú lið frá Siglufirði þátt á mótinu.
Þar sem að þetta var fyrsta strandblaksmótið sem liðin tóku þátt í þá kepptu þau í B-flokki, þar sem að 8 stigahæstu lið sumarsins voru í A-flokki. Alls tóku 39 lið þátt á mótinu og var árangur liðanna frá Sigló eftirtektarverðu í ljósi þess hve stutt er síðan völlurinn var reistur.
Anna María og Rósa Dögg spiluðu til úrslita í B-flokki en töpuðu í hörkuleik og enduðu í 2.sæti og það sama gerðu Arnar Þór og Óskar. María og Sigurlaug tóku einnig þátt og stóðu sig afburðarvel. Lengi hefur verið vitað að blakíþróttin hefur sterkar rætur á Siglufirði og með tilkomu strandblaksvallarins þá munu ræturnar vaxa enn betur.

María og Sigurlaug

Óskar og Arnar

Anna María og Rósa Dögg
Texti og myndir: Óskar Þórðarson
Þar sem að þetta var fyrsta strandblaksmótið sem liðin tóku þátt í þá kepptu þau í B-flokki, þar sem að 8 stigahæstu lið sumarsins voru í A-flokki. Alls tóku 39 lið þátt á mótinu og var árangur liðanna frá Sigló eftirtektarverðu í ljósi þess hve stutt er síðan völlurinn var reistur.
Anna María og Rósa Dögg spiluðu til úrslita í B-flokki en töpuðu í hörkuleik og enduðu í 2.sæti og það sama gerðu Arnar Þór og Óskar. María og Sigurlaug tóku einnig þátt og stóðu sig afburðarvel. Lengi hefur verið vitað að blakíþróttin hefur sterkar rætur á Siglufirði og með tilkomu strandblaksvallarins þá munu ræturnar vaxa enn betur.

María og Sigurlaug

Óskar og Arnar

Anna María og Rósa Dögg
Texti og myndir: Óskar Þórðarson
Athugasemdir