Framhaldsskólinn verður að veruleika!

Framhaldsskólinn verður að veruleika! Í dag var skrifað undir samkomulag um byggingu framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð. Katrín Jakobsdóttir

Fréttir

Framhaldsskólinn verður að veruleika!

Þórir Þórisson, Katrín Jakobsdóttir og Svanfríður Jónasdóttir skrifa undir samkomulagið.
Þórir Þórisson, Katrín Jakobsdóttir og Svanfríður Jónasdóttir skrifa undir samkomulagið.
Í dag var skrifað undir samkomulag um byggingu framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra, Svanfríður Jónasdóttir oddviti Héraðsnefndar Eyjafjarðar og bæjarstjóri í Dalvíkurbyggð og Þórir Kr. Þórisson bæjarstjóri Fjallabyggðar undirrituðu samninginn sem lengi hefur verið beðið eftir.
Undirritunin fór fram í Tjarnarborg að viðstöddum 10. bekkingum frá Dalvík, Ólafsfirði og Siglufirði ásamt bæjarstjórum, bæjarfulltrúum og íbúum af Eyjafjarðarsvæðinu. Að undirskrift lokinni risu viðstaddir á fætur og mikil fagnaðarlæti brutust út.

Búið er að skipa bygginganefnd og er áætlað að framkvæmdir við skólabyggingu í Ólafsfirði hefjist þegar á þessu ári. Þar sem byggingu skólans verður ekki lokið fyrr en árið 2010, er gert ráð fyrir að skólahald hefjist í bráðabirgðakennsluaðstöðu haustið 2009. Fyrirhugað er að kennt verði á Dalvík, Siglufirði og í Ólafsfirði, í samstarfi við aðra framhaldsskóla í Eyjafirði. Skólanefnd verður skipuð fljótlega og auglýst verður eftir skólameistara í byrjun árs 2010.

Athugasemdir

18.maí 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst