Ég er fangi

Ég er fangi fortíðarinnar og fólks sem ég treysti ekki.Búsáhaldabyltingin skolaði allskyns fólki inn á þing sem ég hafði aldrei heyrt um né kynnst

Fréttir

Ég er fangi

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

fortíðarinnar og fólks sem ég treysti ekki.

Búsáhaldabyltingin skolaði allskyns fólki inn á þing sem ég hafði aldrei heyrt um né kynnst fyrir hvað stóð. Þetta lið sat ég skyndilega uppi með til margra ára.Þetta fólk hafði nú verið kosið til að vísa mér veginn frá óeirðum Austurvallarindjánanna sem það hafði sjálft sviðsett með styrkjum úr höllum Dofrans.

Það kom fljótlega í ljós að þetta fólk gat ekki komið sér saman um neitt og hafði engin önnur úrræði en að hækka skatta til að fjármagna eyðslu sína og sinna. Ekkert hugmyndaflug né geta til að leiða þjóðina áfram,hvað þá blása i hana kjarki og vekja vonir. Eini boðskapurinn voru hatursöskur og hnýfilyrði um illt innræti annarra. Öll viðbrögð þess byggðust á fumi, óðagoti og peningaprentun. Til viðbótar draumórum um stóriðjustopp og grænan fönduriðnað komu þoka og villur í velferðarhafinu. Og sú hugsjón að koma þjóðinni í hendur erlendra kónga með illu eða góðu.

Ég er fangi þessa fólks sem bara situr á þinginu og sýgur lífsblóð almennings, rúið trausti þar sem vanhæfið og getuleysið blasir við öllum nema því sjálfu.


Athugasemdir

26.apríl 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst