Egill tekinn í tíma

Egill tekinn í tíma í Silfrinu í dag. Í fyrsta sinn í langan tíma kallar hann ekki á náhirðina sína til að taka undir skoðanir sínar heldur sest augliti

Fréttir

Egill tekinn í tíma

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson
í Silfrinu í dag. Í fyrsta sinn í langan tíma kallar hann ekki á náhirðina sína til að taka undir skoðanir sínar heldur sest augliti til auglitis við Bjarna Beeditsson formann Sjálfstæðisflokksins.

Spurningar Egils voru að þessu sinni fremur hógværar og stuttar og hreint ekki alvitlausar. Bjarni svaraði öllu skilmerkilega af yfirvegun og öryggi. Augsýnilegt að Agli líkaði ekki allskostar að geta ekki ruglað hann eða mótmælt, setti í fátinu upp gleraugu svört og mikil og leit þá út eins eins og Björnebanden í Andrésblöðinum. En allt kom fyrir ekki. Bjarni svaraði öllu kristaltært og fór hvergi undan í flæmingi. Miklu fremur skýrði hann fyrir okkur hvað það er sem okkur skortir meira en gjaldmiðlaumræðu eða stjórnarskrárbreytingar og málskotsrétt Forsetans.

Eftir því sem leið á samtalið kom æ frekar í ljós hversu mikið haf og himinn er á mlli árangurs rískistjórnarinnar og raunveruleikans sem við blasir. Þjóðin er ekki samstíga neinu af þeim stórmálum sem þessi ríkisstjórn er að reyna að rubba af í dauðateygjunum á vorþinginu eins og sjávarútvegsmálunum og evrópumálunum. Bjarni sagði einlæglega að þetta væru svo stór mál að við yrðum að leysa þau í breiðari samstöðu en nú við blasir með klofna þjóð í afstöðunni. Bjarni minnti á í gjaldmiðlaumræðunni að Íslendingar hefðu byggt upp eitt mesta velferðarþjóðfélag á byggðu bóli með íslensku krónunnni meðan önnur lönd gætu ekki hrósað sigri með erlenda gjaldmiðla eins og Grikkland og Spánn. En ekkert væri óhugsandi.

Bjarni Benediktsson hefur það sem til þarf að vera trúverðugur og heiðarlegur stjórnmálamaður. Það eru hinsvegar margir sem sjá í honum ógn við sjálfa sig og beita því rógi og upphrópunum fremur en rökum á móti honum. Hann á því í vafningum að verjast sem draga brennidepilinn frá málefnunum sem eru auðvitað það eina sem skipta máli.

Egill Helgason var að þessu sinni tekinn í tíma um alvöru lífsins hjá íslensku þjóðinni. Vonandi lærði hann eitthvað.

Manuel Hinds var vissulega góður og rökfastur þegar Egill náði vopnum sínu og tók hann í venjulegan tíma hjá sér í því sem hann ber mest fyrir brjósti. Að skapa vantrú meðal Íslendinga á mátt sinn og megin og rakka niður allt sem þó hefur áunnist.

Það þarf að taka Egil einhverntímann í tíma um eitt og annað.


Athugasemdir

26.apríl 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst