Einn líter bensín 237,90 krónur. Skyrta þvegin og straujuð 290. Far með Strætó 350.

Einn líter bensín 237,90 krónur. Skyrta þvegin og straujuð 290. Far með Strætó 350. Þessar tölur og nokkrar fleiri hafa verið að velkjast um í

Fréttir

Einn líter bensín 237,90 krónur. Skyrta þvegin og straujuð 290. Far með Strætó 350.

Marta B Helgadóttir
Marta B Helgadóttir

Þessar tölur og nokkrar fleiri hafa verið að velkjast um í kollinum á mér frá því í dag. Smáu fjárhæðirnar segja oft ekki minni sögu en stóru tölurnar.  Á leið í vinnuna í morgun þurfti ég að koma við á bensínstöð og fylla á bílinn. Bensínmælirinn í sæta litla sparneytna blikkmolanum mínum var kominn að rauða strikinu. Færðin var slæm, mikill snjór og hálka og umferðin gekk hægt.

Þegar inn á bensínstöðina var komið uppgötvaði ég að verðið á bensíni hafði hækkað um 5 krónur líterinn - bara frá því í gær.

Meðan ég stóð þarna við bensíndæluna varð mér hugsað eitt augnablik til óðaverðbólguáranna á níunda og tíunda áratugnum. Þá var verðskyn ekki algengt, næstum óhugsandi meðal almennings á Íslandi.  

Hvert stefnir Ísland? 

Þjónusta er seld á nokkuð eðlilegu verði víðast hvar. En ef við höfum í huga algeng laun og skatthlutfall á íslenskum vinnumarkaði þá er innflutt vara beinlínis fokdýr. 

Hjá skósmiðnum borgaði ég nýlega 2 þúsund krónur fyrir nýjar plötur undir hælana á kuldaskónum. Þetta fannst mér sanngjarnt verð. Virðisaukaskattur af þessari upphæð greiðist til ríkisins 500 krónur.

Annað dæmi um verðlag dettur mér í hug. Borgarefnalaugin í Borgartúni tekur 290 krónur á skyrtuna ef þú kemur með minnst þrjár í senn. Þetta er sanngjarnt og samkeppnishæft verð finnst mér.  Virðisaukaskattur sem rennur til ríkisins af þessari upphæð eru 73 krónur. 

Á bensínstöðinni í morgun kostaði einn líter af bensíni 237,90 krónur. Af þessari upphæð fara vel rúmar 100 krónur í ríkiskassann í formi mismunandi skatta og gjalda sem ég kann varla að nefna.

Eitt stakt far með Strætó í Reykjavík kostar 350 krónur.

Verðlagning seldrar þjónustu er því klárlega komin á nokkra skjön við verðlagningu innfluttrar vöru. Eða er það öfugt? 

Erum við ekki að  "spara aurinn og kasta krónunni"  með því að halda uppi gjaldmiðlinum okkar íslensku krónunni?  

 

Fyrir þá sem hafa gaman af reikningsdæmum má mannskapurinn reyna að finna út hvað eigendur hreinsunarinnar eiga hugsanlega mikið eftir þegar virðisaukaskatturinn er greiddur, orkureikningurinn, húsnæðiskostnaður, viðhald og viðgerðir á tækjabúnaði. Flestir atvinnurekendur með sjálfsvirðingu vilja greiða góðu starfsfólki mannsæmandi laun. Launatengd gjöld meðal annars til ríkiskassans greiða atvinnurekendur líka sem eru um 30% ofan á sjálf launin. 

Whistling

 


mbl.is Enn hækkar eldsneytið

Athugasemdir

06.maí 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst