Gagnrýni er rýni til gagns

Gagnrýni er rýni til gagns Við þurfum að hætta að stinga höfðinu í sandinn og kalla alla gagnrýni „ómaklega". Við þurfum að læra að hlusta á gagnrýni.

Fréttir

Gagnrýni er rýni til gagns

Signý Sigurðardóttir
Signý Sigurðardóttir
Við þurfum að hætta að stinga höfðinu í sandinn og kalla alla gagnrýni „ómaklega". Við þurfum að læra að hlusta á gagnrýni. Við þurfum að læra að virða gagnrýni. Við eigum ekki að láta embættismannakerfinu eftir stefnumótun og líta á þá eins og þeir séu óskeikulir og fullkomnir í öllu sem þeir gera. Við þurfum að afla okkur sérþekkingar erlendis frá og læra af þeim. Við eigum að viðhafa samráð við þá sem best til þekkja við gerð lagafrumvarpa og láta þau þróast og mótast á grundvelli umræðu í stað þess að keyra þau í gegn á methraða í andstöðu við þá sem best til þekkja.

Dæmið um reikningsskilin er ágætis dæmi um að auðvitað eiga stjórnvöld að leita í smiðju sérfræðinga um reikningsskil við gerð laga um það efni. Er það ekki alveg augljóst?

Við eigum að læra það af fyrsta áratug þessarar aldar að við þurfum að gera breytingar. Ef það er eitthvað sem við eigum að læra þá er það það og ekkert annað.

Við fengum óteljandi varnaðarorð í upphafi þessa áratugar um að eitthvað hættulegt væri í uppsiglingu.

Ég sem einstaklingur úti í bæ - áhugamaður um stjórnmál á Íslandi - sat ein og sjálf ótal fundi þar sem velt var upp ýmsum áhyggjum sem menn höfðu af íslenskum veruleika á fyrstu árum þessarar aldar.  Áhyggjur sem komið hefur á daginn að áttu fullan rétt á sér en var öllum stungið undir stól. Áhyggjum af frjálsum fjármagnshreyfingum í  landi með svo lítinn sjálfstæðan gjaldmiðil á floti. Áhyggjum af áhrifum sterkrar krónu á efnahagsreikninga bankanna. Áhyggjum af mistökum við gerð mikilvægra laga eins og hér er lýst.

Allar voru þessar áhyggjur afgreiddar án þess að nokkuð væri að gert. Nú verðum við að læra það eitt að það getur ekki gengið lengur. Það þarf að vanda til lagasetningar og það þarf að hlusta á gagnrýni.

Lærum það af gagnrýnum fréttaflutningi á endurskoðunarfyrirtækin núna. Að benda á þau sem sökudólga gagnast okkur ekkert.

Að líta á þau sem einn af mörgum sökudólgum gagnrýnislausrar hjarðar í samfélaginu gagnast okkur miklu betur og er líklegra til að leiða til einhvers.

Athugasemdir

19.maí 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst