Gnarr fordæmir og Gnarr fagnar fordæmingunni

Gnarr fordæmir og Gnarr fagnar fordæmingunni Í gær var bloggað HÉRNA um þá ótrúlegu samþykkt meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur að skipta embætti

Fréttir

Gnarr fordæmir og Gnarr fagnar fordæmingunni

Axel Jóhann Axelsson
Axel Jóhann Axelsson
Í gær var bloggað HÉRNA um þá ótrúlegu samþykkt meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur að skipta embætti borgarstjórans niður á aðra embættismenn, að því er virðist til þess að gefa Jóni Gnarr rýmri tíma til að semja handrit fyrir uppistand sitt og sjónvarpsþætti, en hann sagði nýlega í sjónvarpsþætti að hann notaði tímann í embættinu til að safna að sér efni í nýja gamanþætti og sagðist reikna með að hafa nóg efni eftir kjörtímabilið í heila sjónvarpsseríu.

Í dag berst hver drephlægilega fréttin af annarri úr herbúðum Besta flokksins og er af nægu að taka:  Hugmynd um að hætta áfengissölu í vínveitingahúsum, hugmynd Jóns Grarr um að fjölga borgarstjórum í Reykjavík, eins og gert sé í öðrum sambærilegum stórborgum, t.d. London, New York, Tokyo og Sao Paulo, fordæming Gnarrs júniors og félaga í ungliðahreyfingu Besta flokksins á miðaldra félögum Besta flokksins og fögnuður Gnarrs eldra vegna fordæmingar sonarins.

Allt er þetta væntanlega gert í anda gamanseminnar og eingöngu til að skemmta landsmönnum í skammdeginu, en til eru þeir sem hafa engan húmor fyrir þessari vitleysu í stjórnmálum borgarinnar á tímum þar sem alvarleg verkefni bíða úrlausnar, ekki síst fjárlagagerð borgarinnar og uppsagnir starfsmanna í stofnunum hennar.

Ungliðahreyfing Besta flokksins segir að svo sé komið, að gerðir og ályktanir borgarfulltrúa flokksins séu farnar að fæla stuðningsmenn frá flokknum og ekki er nokkur minnsta ástæða til að draga það í efa.

Miklu merkilegra væri, ef nokkur einasti stuðningsmaður fyrirfinnst ennþá í borginni.


mbl.is Jón Gnarr fagnar fordæmingu

Athugasemdir

19.maí 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst