Hiti langt yfir meðallagi

Hiti langt yfir meðallagi Þorrinn heilsar með vænni hláku.  Meginskilin á Atlantshafinu fóru á bóndadaginn (21. jan)  norður yfir landið.  Mikið

Fréttir

Hiti langt yfir meðallagi

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Þorrinn heilsar með vænni hláku.  Meginskilin á Atlantshafinu fóru á bóndadaginn (21. jan)  norður yfir landið.  Mikið háþrýstisvæði er staðsett yfir og aðeins vestur af Bretlandseyjum.  Það stýrir veðrinu nú um stundir og heldur meginskilunum fyrir norðan land lengst af næstu dagana og til okkar berst því í hægðum sínum milt loft af suðrænum uppruna. Kortið er spákort HIRLAM, gildir á miðnætti 22. janúar.  Skotvindurinn sem að jafnaði liggur sunnarlega á Atlantshafi í janúar hefur skotið upp kryppu fyrir norðan land og á meðan erum við heittempruðu megin við  meginskilin.
hirlam jetstream 2011012118 06.gif

Þó skilin slengi sér inn á Vestfirði á sunnudag, munu þau meira og minna halda sig fyrir norðan landið fram á miðvikudag.  Það hefur í för með sér að hitinn í Reykjavík mun verða þessa fimm daga (lau. - mið) um 7°C yfir meðalhita janúar sem er -0,5°C. (1961-1990).  Á Akureyri gæti frávikið orðið enn stærra og þar má reikna með að hitinn verði um 9°C yfir janúarhitanum sem að jafnaði er -2,1°C.  Þó þessar tölur virki stórar, er samt ekki um neitt afbrigðilegt ástand að ræða umfram það sem fylgir vetrarhlýindum eins og þessum.

Þessi spá um áframhald á milda loftinu fram á miðvikudag verður að teljast vera nokkuð áreiðanleg, en hvað tekur við eftir það er meira á huldu. 


 


Athugasemdir

06.maí 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst