Ótrúleg misnotkun launakerfis ríkisins

Ótrúleg misnotkun launakerfis ríkisins Hvað eftir annað er Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, staðin að verki við brot á lögum, lagasniðgöngu,

Fréttir

Ótrúleg misnotkun launakerfis ríkisins

Axel Jóhann Axelsson
Axel Jóhann Axelsson
Hvað eftir annað er Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, staðin að verki við brot á lögum, lagasniðgöngu, ósannsögli og hylmingu gagna þegar fyrirspurnum er beint til hennar á Alþingi.

Nú síðast gagnrýnir Ríkisendurskoðun hana harðlega fyrir að leyna upplýsingum um greiðslur fyrir "verktakastarfsemi" starfsmanna Félagsvísindadeildar HÍ í þágu ríkisstjórnarinnar, en Guðlaugur Þór Þórðarson hafði ítrekað reynt að pína þessar upplýsingar upp úr Jóhönnu, sem sífellt þverskallaðist við að veita þær.

Afar athyglisvert er að lesa eftirfarandi úr athugasemdum Ríkisendurskoðunar: "Ríkisendurskoðun segir jafnframt að bæta þurfi yfirsýn ráðuneyta um aðkeypta þjónustu og segir að notkun ráðuneyta á launakerfi ríkisins til greiðslu fyrir sérfræðiþjónustu orki tvímælis. Núverandi formleysi geri það að verkum að ekki sé hægt að veita fullnægjandi upplýsingar um óreglubundnar heildargreiðslur til sérfræðinga, þar sem þeir flokkist sem launþegar í bókhaldi ráðuneyta og á grundvelli upplýsingalaga sé ekki hægt að veita upplýsingar um launagreiðslur ráðuneyta til einstakra starfsmanna."

Svona vinnubrögð við að reyna að fela raunverulegar verktakagreiðslur sem launagreiðslur í launakerfi ríkisins gera meira en að orka tvímælis, þær hljóta nánast að flokkast undir bókhalds- og skjalafals í þeim eina tilgangi að fela upplýsingar um greiðslur til verktaka innan um upplýsingar um laun starfsmanna og gera þar með erfiðara að hafa nokkra heildaryfirsýn yfir greiðslurnar, hvorki launagreiðslur né verktakagreiðslur.

Þetta er algerlega óásættanlegar bókhaldsbrellur og tregða Jóhönnu til upplýsingargjafar um þessi mál og önnur aðeins enn ein fjöður í lagabrota- og leyndarhjúpsferil hennar.

Sá ferill ætti fyrir löngu að hafa leitt til afsagnar hennar og reyndar ríkisstjórnarinnar allrar. 


mbl.is Vinnubrögð gagnrýnd harkalega

Athugasemdir

06.maí 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst