Siðfræðing í formennsku VR

Siðfræðing í formennsku VR Bullandi ágreiningur og valdabarátta hefur verið grasserandi innan VR undanfarin tvö ár, eða síðan hálfgerð bylting varð í

Fréttir

Siðfræðing í formennsku VR

Axel Jóhann Axelsson
Axel Jóhann Axelsson
Bullandi ágreiningur og valdabarátta hefur verið grasserandi innan VR undanfarin tvö ár, eða síðan hálfgerð bylting varð í stjórn félagsins og nýtt fólk úr a.m.k. þrem stríðandi fylkingum náði kjöri og hefur verið með rýtingana á lofti síðan gegn hvert öðru.

Þannig má segja að þetta stærsta verkalýðsfélag landsins hafi verið nánast stjórnlaust í tæp tvö ár og má segja að ágreiningurinn hafi náð hámarki nýlega, þegar stjórnin samþykkti að segja formanninum upp framkvæmdastjórastöðu félagsins, en þau tvö embætti hafa verið nánast óaðskiljanleg í VR um áratugaskeið.

Formaðurinn lýsti því strax yfir að uppsögnin væri ólögleg og harðneitar að hætta sem framkvæmdastjóri og á framhaldsaðalfundi sem haldinn var í gær, þar sem afgreiða átti lagabreytingatillögur stjórnarinnar fór allt í háaloft og allar tillögur stjórnar voru dregnar til baka, en samþykkt tillaga utan úr sal um gjörbyltingu kosningafyrirkomulags stjórnarmanna, þ.e. breytt skyldi úr fulltrúakjöri í almennt kjör allra félaga í VR.

Við næsta formanns og stjórnarkjör munu því væntanlega allir fullgildir félagar í VR kjósa milli frambjóðenda beinni kosningu og þannig munu úrslitin endurspegla ótvíræðan vilja félaganna um hverjir gegna stöfum formanns og annarra ábyrgðarhlutverka innan félagsins.

Stefán Einar Stefánsson, viðskiptasiðfræðingur, hefur lýst yfir framboði til formennsku í félaginu og án þess að þekkja persónulega til mannsins, hlýtur að vera hægt að búast við að hann væri alveg upplagður til að taka að sér að sætta fylkingar innan VR, a.m.k. ætti hann að vera vel brynjaður siðferðislega til að gegna embættinu.


mbl.is Vill verða formaður VR

Athugasemdir

19.maí 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst