Skemmtilegt hlaup fyrir góðgerðarfélögin - frestur til áheita rennur út á miðnætti mánudaginn 23.ágúst

Skemmtilegt hlaup fyrir góðgerðarfélögin - frestur til áheita rennur út á miðnætti mánudaginn 23.ágúst Reykjavíkurmaraþon býður upp á einfalt

Fréttir

Skemmtilegt hlaup fyrir góðgerðarfélögin - frestur til áheita rennur út á miðnætti mánudaginn 23.ágúst

Marta B Helgadóttir
Marta B Helgadóttir

Reykjavíkurmaraþon býður upp á einfalt og frábært fyrirkomulag hlaupastyrkja í samvinnu við Íslandsbanka. Þetta skemmtilega hlaup fer fram núna á sunnudaginn 21.ágúst.

Hver hlaupari getur valið að styrkja þá góðgerðarstarfsemi sem hjartanu er kærust. Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.  Hægt er að heita á hlaupara fram að miðnætti mánudaginn 23. ágúst.  Á vefnum hlaupastyrkur.is  má leita fram nöfn þeirra einstaklinga sem hafa skráð sig til leiks með upplýsingum um viðeigandi góðgerðarfélög.

Haukur Agnarsson starfsfélagi minn tekur þátt í Reykjavíkurmaraþon fyrir hönd Vilhjálms sonar síns og Félags CP á Íslandi. CP er algengasta tegund hreyfihömlunar meðal barna. Sjá nánari upplýsingar frá Hauki  hér:

Fleiri starfsfélagar hafa skráð sig til leiks til styrktar sama félagi.  Bjarni Már Vilhjálmsson sjá hér

Auðvelt er að heita á hlauparana á vefnum hlaupastyrkur.is. Bæði er hægt að greiða áheit með kreditkorti og með því að senda áheitanúmer keppenda sem sms skeyti.


Athugasemdir

19.maí 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst